Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367123029.04

    Fiskifræði
    SJÁV2FI05
    1
    Sjávarútvegsfræði
    fiskifræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist helstu nytjategundum við Ísland m.a. flokkun þeirra, útliti, veiðum og afla. Þá er einnig farið í atferli tegunda, lífshætti og útbreiðslu. Áfanginn er undirbúningur fyrir frekari sérhæfingu á fisktæknibraut.
    Inngangur að náttúruvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • stofnstærð og stofnstærðarþróun helstu nytjategunda við Ísland
    • aflabrögðum helstu nytjategunda við Ísland
    • veiðum á helstu nytjategundum við Ísland
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • bera kennsl á mikilvægustu nytjategundir sem finnast hér við land
    • safna gögnum um nytjategundir og vinna með þau á viðeigandi hátt
    • lesa og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefni áfangans og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
    • tjá sig um einstaka efnisþætti
    • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi og vinna sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.