Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367124042.16

    Íþróttafræði
    ÍÞRF2HF05
    1
    íþróttafræði
    Hreyfingarfræði, bygging og starfsemi líkamans, lyfjafræði íþrótta, íþróttameiðsl, íþróttasaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Hreyfingarfræði, íþróttameiðsl, íþróttasaga, bygging og starfsemi líkamans og lyfjafræði íþrótta
    5 einingar í lýðheilsu á 1. þrepi er æskilegt
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hlutverki lyfjaeftirlitsins og hvað lyfjamisnotkun í íþróttum er
    • upphafi og þróun íþrótta í heiminum, á Íslandi og á Tröllaskaga
    • Ólympíuleikarnir til forna og nútíma
    • helstu afrek íslendinga á ólympíuleikunum
    • stofnun og hlutverk UMFÍ og ÍSÍ
    • ástæðum og helstu einkennum algengustu íþróttameiðsla
    • grunnbyggingu og -starfsemi líkamans
    • helstu aflfræðihugtökum líkamans
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja saman byggingu og starfsemi líkamans við hreyfifræði líkamans
    • beita réttri 1.hjálp við algengustu íþróttameiðslunum
    • útskýra og finna æfingar til að útskýra helstu aflfræðihugtök líkamans
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • mynda sína eigin skoðun á viðfangsefnunum og geti tjáð hana á uppbyggilegan hátt
    • taka þátt í uppbyggilegum umræðum um viðfangsefnin
    • framkvæma og meta fyrirbyggjandi æfingar (æfingar til að koma í veg fyrir íþróttameiðsl)
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.