Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367125093.1

    Náttúrusaga starfsbraut
    NÁSA1NS05
    1
    Náttúrusaga
    Náttúrusaga
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Mikilvægt er að nemendur geri sér grein fyrir samspili manns og náttúru. Megintilgangur áfangans er að viðhalda og styrkja forvitni og áhuga nemendanna á náttúrunni og umhverfi sínu, kenna þeim að skoða hluti og fyrirbæri í náttúrunni og styrkja orðaforða þeirra og þekkingu á jörðinni og lífinu sem þar er að finna.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tengslum manns og umhverfis
    • því að maðurinn er hluti af náttúrunni og lífsafkoma komandi kynslóða byggist á umgengi hans við náttúruna
    • hugtökunum fæðukeðja og fæðuvefur og þekkja mismunandi hlutverk lífvera í þeim
    • ljóstillífun og gildi hennar fyrir lífheiminn
    • tengslum lífvera innbyrðis og við annað umhverfi sitt
    • hvernig hreyfingar jarðar orsaka árstíðir og sjávarföll
    • hvernig atferli dýra hefur áhrif á lífsafkomu þeirra og hæfni í til að lifa og fjölga sér
    • að í öllum lífverum fer fram ákveðin starfsemi, svo sem hreyfing, næringarnám, úrgangslosun, vöxtur og æxlun
    • gera sér grein fyrir að líf myndast einungis af öðru lífi með kynlausri æxlun eða kynæxlun
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • taka virkan þátt í gagnrýninni umfjöllun um málefni er snerta náttúru, umhverfi mannsins og samspil vísinda, tækni og samfélags
    • yfirfæra þekkingu, skilning og vinnubrögð í náttúrufræði á lausnir annarra verkefna hvort sem er innan skóla eða utan
    • virðingu fyrir náttúrunni
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera sér grein fyrir að dýr nærast á öðrum lífverum ...sem er metið með... skriflegum eða myndrænum verkefnum og kynningu
    • kynnast og fylgjast með hegðun dýra, svo sem æxlun, félagslífi, umönnun, fari, óðalshegðun og leikjum ...sem er metið með... skriflegum eða myndrænum verkefnum og kynningu
    • átta sig á áhrifum árstíðabundinna breytinga á lífríki ...sem er metið með... skriflegum verkefnum og kynningu
    • gera sér grein fyrir að afkvæmi erfa eiginleika frá foreldrum sínum ...sem er metið með... skriflegum eða myndrænum verkefnum og kynningu
    • þekkja manngert og náttúrulegt umhverfi, rata um það og kunna að njóta þess með útiveru ...sem er metið með... skriflegum eða myndrænum verkefnum og kynningu
    • þroska með sér ábyrgðartilfinningu gagnvart sjálfbærri þróun þannig að hann geti lifað í samræmi við þá hugmyndafræði ...sem er metið með... skriflegum eða myndrænum verkefnum og kynningu
    • geta útskýrt hugtökin fæðukeðja og fæðuvefur og þekkja mismunandi hlutverk lífvera í þeim ...sem er metið með... skriflegum eða myndrænum verkefnum og kynningu
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.