Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367264777.02

    Efnafræði, atóm, frumefni, efnasambönd og efnahvörf
    EFNA2EE05
    1
    efnafræði
    atóm, efnasambönd og efnahvörf, frumefni
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Farið verður í uppbyggingu atómsins, og hvernig uppbyggingin ákvarðar staðsetningu frumefnisins í lotukerfinu. Fjallað verður um hvaða þættir ráða því hvernig atóm mismunandi frumefna hegða sér gagnvart öðrum atómum. Nemendur öðlast góða þjálfun í notkun lotukerfisins og læra að skilja eðli mismunandi efna og efnatengja. Lögð verður áhersla á magnútreikninga, að nemendur læri að stilla efnajöfnur og átti sig á samspili myndefna og hvarfefna.
    Inngangur að náttúruvísindum
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • uppbyggingu atómsins, og samspili öreinda (róteinda, nifteinda og rafeinda)
    • lotukerfinu og hvernig er hægt að nota það til að átta sig á hvarfeiginleikum atóma
    • rafeindaskipan atóma, rafeindahvelum, gildisrafeindum og hvernig það kemur saman við lotukerfið
    • mismunandi gerðum af efnatengjum, jónatengjum, samgildum tengjum, skautuðum samgildum tengjum, málmtengjum, Van der Waals tengjum og vetnistengjum
    • efnajöfnum og varðveislu atóma í efnahvörfum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • meðhöndla tölur og mælistærðir í efnafræði
    • framkvæma verklegar æfingar og vinna úr niðurstöðum þeirra
    • setja upp og stilla efnajöfnur
    • aðgreina efni í frumefni, efnasambönd og efnablöndur
    • beita mólhugtakinu og tengja það hlutföllum í efnajöfnum
    • nota lotukerfi , m.a. til að spá fyrir um hleðslu jóna
    • segja til um eiginleika einstaka frumefna
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna sjálfstæði í vinnubrögðum og bera ábyrgð á eigin námsframvindu ...sem er metið með... reglulegum verkefnaskilum
    • vinna í hóp til þess að auka skilning á fyrirbærum og ferlum í efnafræði ...sem er metið með... verklegum æfingum umræðum, heimadæmum og prófi
    • tengja efnafræði við daglegt líf og umhverfi og sjá notagildi hennar ...sem er metið með... umræðum og verkefnum
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.