Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367278409.94

    Stærðfræðigreining, heildun, deildajöfnur, runur og raðir
    STÆR3SH05
    2
    stærðfræði
    Stærðfræðigreining, deildajöfnur, heildun, runur og raðir
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Heildareikningur og hagnýting heildareiknings. Fyrstastigs deildajöfnur og notkun deildajafna til að útskýra náttúruleg fyrirbæri. Runur og raðir.
    A.m.k. 10 einingar í stærðfræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tengsl deildunnar og heildunnar
    • helstu aðferðum við að leysa ákveðin og óákveðin heildi
    • fyrstastigs deildajöfnum
    • runum, röðum og þrepasönnunum
    • hagnýtingu framangreindrar stærðfræði á öðrum sviðum, s.s. í hagfræði, náttúruvísindum, umhverfismálum, tæknifræði o.s.frv.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita hlutheildun, innsetningu og brotaliðun við lausn heilda
    • meðhöndla punkta, línur og fleti og leysa verkefni í þrívíðri rúmfræði
    • setja upp og leysa fyrsta stigs deildajöfnur
    • nota þrepasannanir til að sanna reglur tengdar runum og röðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skrá lausnir sínar skipulega, skiptast á skoðunum við aðra um þær og útskýra hugmyndir sínar og verk skilmerkilega á viðeigandi hátt ...sem er metið með... heimaverkefnum, kynningum og prófi
    • átta sig á tengslum ólíkra aðferða við framsetningu stærðfræðilegra hugmynda og viðfangsefna ...sem er metið með... heimaverkefnum, kynningum og prófi
    • skilja merkingu og tengsl hugtaka í námsefninu og vinna með þau ...sem er metið með... heimaverkefnum, kynningum og prófi
    • geta fylgt og skilið röksemdir og röksamhengi í mæltu máli og texta, þar með taldar sannanir í námsefni ...sem er metið með... heimaverkefnum, kynningum og prófi
    • beita skipulegum aðferðum við að leysa úr viðfangsefnum og þrautum, s. s. út frá þekkingu á lausnum svipaðra þrauta, unnið til baka frá þekktum stærðum eða með því að setja upp jöfnur ...sem er metið með... heimaverkefnum, kynningum og prófi
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.