Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1367968670.51

    Aflrás - grunnur
    BVAF2AG01
    3
    Aflrás - grunnur
    Aflrásir, grunnur
    Samþykkt af skóla
    2
    1
    Lögð er áhersla á grundvallaratriði aflrása. Fjallað er um nöfn, gerð og hlutverk íhluta og kerfa og hvernig þau starfa sjálfstætt og/eða sem heild í ökutækinu. Farið er yfir mismunandi kröfur til aflrása eftir notkunarsviði ökutækisins. Reiknuð eru drifhlutföll.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • algengum aflrásum ökutækja með ýmsar drifútfærslur
    • helstu gerðum kúplinga og einingum þeirra
    • mismunandi handskiptum gírkössum og íhlutum þeirra
    • helstu eiginleikum sjálfvirkra gírkassa og íhlutum þeirra
    • driföxlum og algengum drifliðum
    • íhlutum drifa og mismunadrifa
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • reikna drifhlutfall í aflrás
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa virkni helstu tækja, vélbúnaðar og kerfa aflrásarinnar
    • lýsa virkni kúplinga
    • lýsa virkni handskiptra gírkassa og tilgangi þeirra
    • lýsa virkni sjálfvirkra gírkassa og tilgangi þeirra
    • lýsa kröfum til drifliða
    • lýsa tilgangi drifa og virkni mismunadrifa
    Verklegt mat; nemandinn sýnir þekkingu sína og hæfni með því að benda á og lýsa virkni vélahluta og kerfa sem farið er yfir í áfanganum. Skriflegt mat; nemandinn leysir próf sem fjallar um viðfangsefni áfangans.