Í áfanganum læra nemendur að nýta sér tölvur við útreikninga, verkáætlanir og notkun eyðublaða við gæðastjórnun. Kennd eru grunnatriði töflureiknis og verkáætlanaforrits til að hafa yfirsýn yfir kostnaðarþætti verkefna, verkefnastýringu, gerð tímaáætlana og endurskoðun áætlana. Kennd er notkun helstu eyðublaða og farið yfir stjórnunar- og verkferla auk gæðatryggingar. Farið er í gagnainnslátt í töflureiknum, breytingar á skjölum, forsnið, röðun gagna, útlitshönnun og kenndar ýmsar grunnaðgerðir eins og summa og meðaltöl, formúlugerð, beinar og afstæðar tilvísanir og tenging milli skjala. Fjallað er um áætlanagerð eins og sundurliðun verkefna, Gantt-rit, CPM-aðferðina, örva og kassarit. Kennsla fer að mestu fram með raunhæfum verkefnum þar sem m.a. er unnið með verðskrár einstakra iðngreina.
Upplýsingatækni
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
uppbyggingu og gerð kostnaðaráætlana
verðskrám einstakra iðngreina og útreikninga byggða á þeim
uppbyggingu töflureikna og hagnýtingu þeirra
aðferðum við áætlanagerð eins og Gantt og CPM
grundvallarþáttum verkáætlunar vegna skýrslugerðar
helstu reglum sem fylgt er við gerð tölvutækrar verkáætlunar
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
magntaka og kostnaðareikna einfalda verkþætti
setja fram kostnaðaráætlun með notkun töflureiknis
nota verkáætlanaforrit við gerð tímaáætlana
gera kassarit og örvarit
setja fram skipurit og útbúa starfslýsingar
framkvæma tíma- og hráefnisskráningu
taka á móti efni á vinnusvæði
halda dagbók og annast úttektir
meðhöndla aukaverk
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
átta sig á mikilvægi vandaðrar gagnaskráningar ...sem er metið með... verkefnavinnu
ná fram hagkvæmni og góðri nýtingu hráefna ...sem er metið með... verkefnavinnu
Símat byggt á verkefnaskilum, sjálfsmati og jafningjamati