Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1368049426.64

    Frumkvöðlafræði
    NÝSK1FR05
    9
    nýsköpun
    Nýsköpun og rekstur fyrirtækja
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Fjallað er um rekstur og rekstrarumhverfi fyrirtækja, hugmyndafræði nýsköpunar, gerð viðskiptaáætlana. Unnin verða verkefni sem tengjast áhugasviði nemenda og nærumhverfi þeirra.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • rekstrarumhverfi fyrirtækja
    • rekstrarformi fyrirtækja
    • ferli við að stofna lítið fyrirtæki
    • hugmyndafræði nýsköpunar
    • starfsmannamálum fyrirtækja
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • búa til viðskiptaáætlanir
    • þróa nýsköpunarhugmynd
    • vinna sjálfstætt og agað
    • vinna í hópi
    • setja sér raunhæf markmið
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • koma auga á tækifæri til nýsköpunar í sínu nærsamfélagi
    • beisla sköpunarkraft sinn svo úr verði afurð eða vara
    Fjölbreytilegt námsmat með áherslu á símat, tíða endurgjöf og leiðsögn. Verkefnavinna með áherslu á nærumhverfi nemenda.