Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1368348810.11

    Rafeindatækni í bifvélavirkjun
    BVRT4RB01
    1
    Rafeindatækni í bifvélavirkun
    Rafeindatækni í bifvélavirkjun
    Samþykkt af skóla
    4
    1
    Farið yfir ýmsan rafeindabúnað í ökutækjum með áherslu á algeng hreyfilstjórnkerfi og önnur stjórnkerfi. Farið yfir gerð sannindatöflu og umreikning milli talnakerfa. Leit að upplýsingum um viðfangsefni áfangans og lestur viðgerðarbóka. Farið yfir notkun og meðferð mæli- og prófunartækja s.s. sveiflusjá og bilanagreina. Gerðar tilraunir og æfingar með rökrásarbúnað. Skoðun, prófun og greining á ástandi stýrikerfa.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ýmsum rafeindabúnaði í ökutækjum sem stjórnar vinnu hreyfla, gírkassa, fjöðrunar, öryggisbúnaðar, mælabúnaðar, þægindabúnaðar o.fl.
    • virkni samskiptabúnaðar í tölvukerfum bifreiða
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • umbreyta tugatölum í tvítölur
    • nota mæli- og prófunartæki fyrir rafbúnað stýrikerfa
    • leiðbeina umráðamanni ökutækis varðandi umgengni við rafeindastýrð stjórn- og eftirlitskerfi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lýsa sannindatöflum rökrása
    • umreikna á milli talnakerfa
    • leita upplýsinga um hvernig staðið skuli að bilanaleit
    • lýsa prófun og greiningu á ástandi hreyfla með rafeindastýrð stjórn- og eftirlitskerfi
    Verklegt mat; nemandinn nefnir og lýsir gerð og virkni rafeindabúnaðar í ökutækjum. Nemandinn sýnir að hann getur notað viðeigandi prófunar- og mælitæki til skoðunar og prófunar rafeindastýrðra kerfa í ökutækjum Skriflegt mat; nemandinn leysir próf um fræðilega þætti áfangans