Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur fái tækifæri til að njóta ýmiskonar les- og myndefnis og vinna með það á fjölbreyttan hátt. Mikilvægt er að nemendur fái rúman tíma til að þjálfa sig í helstu námsþáttum og byggja þarf upp jákvætt viðhorf þeirra til tungumálsins. Nemendur skulu hafa nokkurt val um viðfangsefni og verkefnaskil. Áhersla er lögð á góða tengingu við samfélagið og veruleika nemenda, t.d. með því að vinna með starfsumsóknir, dagbækur, rökfærslur (munnlegar og skriflegar), fjölmiðla, kvikmyndir og Netið.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnhugtökum í ritun og bókmenntum
helstu stafsetningarreglum
muninum á töluðu og rituðu máli
ólíkum tegundum texta og mikilvægi þess að geta tjáð sig á markvissan og fjölbreyttan hátt.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skrifum ýmiskonar texta
notkun leiðréttingarforrita og annarra hjálpargagna
að afla sér upplýsinga úr heimildum og nýta þær á viðurkenndan hátt
notkun á mismunandi málsniði í tal- og ritmáli
að draga saman aðalatriði úr textum og öðru efni, t.d. kvikmyndum
að taka saman og flytja stuttar endursagnir á afmörkuðu efni
að lesa og vinna með skáldskap
nytjatexta og myndmiðla
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skrifa stutta texta
nýta sér orðasöfn og nauðsynleg hugtök við námið
flytja munnleg erindi og taka þátt í samræðum
rökstyðja mál sitt málefnalega munnlega og skriflega
beita mismunandi blæbrigðum í meðferð tungumálsins
túlka og meta efni ýmiskonar frásagna og miðla
Kennari veitir nemendum reglulega endurgjöf á vinnuframlag þeirra og verkefnaskil, m.a. með einstaklingsviðtölum. Nemendur fá skýrar leiðbeiningar um verkefni sín og það sem betur má fara áður en kemur að lokaskilum. Nemendur skila verkefnum jafnt og þétt yfir önnina og safna þeim í vinnumöppu. Ekki er gert ráð fyrir lokaprófi í áfanganum. Námsmat getur farið fram með ólíkum hætti eftir þörfum einstaklinga.
Æskilegt er að staða nemenda sé könnuð í upphafi, með viðtölum og skriflegum verkefnum þar sem athuga þarf m.a. málskilning, rithæfni og stafsetningarkunnáttu. Í samræmi við niðurstöður upphafskönnunar setur hver nemandi sér markmið fyrir áfangann