Í áfanganum er megináhersla á uppbyggingu orðaforða, grunnþekkingar í málfræði og málnotkun
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta hæfniviðmiðum áfangans
helstu grundvallarþáttum enska málkerfisins
einföldum samskiptum og tjáningu í rituðu og mæltu máli
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
afla sér einfaldra og hagnýtra upplýsinga
nota orðabækur og orðasöfn á netinu
hlýða á og vinna með kunnuglegt efni þegar talað er skýrt
lesa og vinna með einfaldan texta
tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um eigin reynslu tilfinningar og viðhorf
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja talað mál um kunnuglegt efni
skilja texta er einniheldur algengan orðaforða, á bók, í blöðum og á neti
halda uppi samræðum um almenn málefni
skrifa einfalda texta um málefni og atburði byggða á persónulegri og ímyndaðri reynslu
miðla eigin þekkingu, skoðunum, tilfinningum og reynslu
Er tvíþætt. Í fyrsta lagi verður metið vinnulag nemenda, sem svo aftur ræðst af þátttöku þeirra og virkni í öllu starfi við áfangann. Í öðru lagi byggir matið á árangri nemandans hvað varðar þekkingu, leikni og hæfni að því er snýr að efnisinntaki áfangans. Þættirnir eru lagðir nokkuð að jöfnu