Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1369999166.72

    Starfsþjálfun 2
    STAÞ1VÞ05
    2
    Starfsþjálfun
    verkleg þjálfun, vinnustaðakynning
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Áfanginn er framhaldsáfangi af áfanganum starfsþjálfun 1. Áfanginn gerir nemanda mögulegt að kynnast fleiri vinnustöðum en í STAÞ 1. Í áfanganum fer fram kynning og verkleg þjálfun á ýmsum störfum í nærumhverfinu. Nemandinn fær tækifæri til að að vinna á vinnustað/stöðum og starfa á honum undir leiðsögn.
    Starfsþjálfun 1 (STAÞ1UN05)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mismunandi vinnustöðum
    • ábyrgð og skyldum þess að vera starfsmaður á vinnustað
    • eigin áhugasviðum og styrkleikum sem starfsmaður
    • mikilvægi þess að sýna sjálfstæði og frumkvæði í starfi
    • almennum reglum vinnumarkaðsins og vinnuumhverfis
    • öryggi og aðbúnaði fyrir starfsmenn á vinnustöðum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • beita aðferðum sem leiða til betri vinnubragða í starfi
    • þekkja eigin styrkleika til mismunandi starfa
    • nýta reynslu og yfirsýn námsins í starfsvali síðar
    • vinna sjálfstætt og í hópi
    • leita að vinnu á almennum markaði
    • yfirfæra lærða færni á raunverulegar aðstæður
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hvernig hægt er að öðlast sjálfstæði í vinnubrögðum
    • skilja hvað þarf til að geta valið sér starf við hæfi
    • skilja eigin styrkleika og áhugasvið þegar kemur að starfsvali
    • skilja skyldur og ábyrgð þess að vera starfsmaður og á vinnumarkaði
    • geta verið hluti af heild á vinnustað
    • stunda áframhaldandi nám
    Námið er metið í samráði við vinnuveitendur eða þann starfsmann sem falin er umsjón með nemandanum. Leitast er við að meta ákveðna þætti s.s ástundun, sjálfstæði og frumkvæði í vinnubrögðum.