Áhersla er á fræðslu um afmarkaða þætti franskrar menningar. Hver nemandi vinnur með menningartengt þema á eigin áhugasviði sem valið er í samráði við kennara og vinnur sérstakt verkefni út frá því. Þessi sérverkefni nemenda geta verið af mismunandi toga og bæði munnleg og skrifleg. Nemendur sýna fram á sjálfstæði og frumkvæði við vinnslu verkefna áfangans. Hver nemandi dýpkar þekkingu sína á ákveðnum þætti franskrar menningar og deilir þeirri þekkingu með samnemendum sínum á einhvern hátt.
FRAN2KV05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
fjölþættum orðaforða í samræmi við hæfni- og leikniviðmið áfangans
helstu grunnatriðum málkerfisins
fjölbreyttum þáttum í menningu og þjóðfélagi frönskumælandi svæða
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
greina talað mál um efni af fjölbreyttari toga en áður
skilja ýmiss konar lengri samfellda texta í tengslum við þema áfangans
taka þátt í samræðum um ákveðin undirbúin og óundirbúin efni og beita málfari við hæfi af meira öryggi en áður
skrifa lengri samfellda texta m.a. um menningartengt efni
tjá sig á skýran hátt um efni sem hann hefur undirbúið og beita helstu reglum um málnotkun á viðeigandi hátt
nota sjálfstæð og viðeigandi vinnubrögð í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
greina megininntak talað máls/frásagna af ýmsum toga ef efnið er að mestu leyti kunnuglegt ...sem er metið með... verkefnum og prófum
tileinka sér efni lengri og sérhæfðari texta af ýmsum toga, einkum menningartengdra texta ...sem er metið með... verkefnum og prófum
taka þátt í samræðum/skoðanaskiptum við fjölbreyttar aðstæður á sjálfstæðan hátt og af meira öryggi en áður ...sem er metið með... verkefnum, munnlegri framsögn og prófum
tjá sig um efni áfangans á skýran og sjálfstæðan hátt bæði skriflega og munnlega ...sem er metið með... verkefnum, munnlegri framsögn og prófum
Símat sem byggist á munnlegum og skriflegum verkefnum sem unnin eru yfir önnina.