Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1370616141.19

    Gönguferðir og undirbúningur þeirra
    ÚTIV2GU05
    2
    Útivist
    Gönguferðir og undirbúningur þeirra
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Undirbúningur og skipulag gönguferða, búnaður, kortalestur og rötun, nesti og næring á ferðalagi, veðrátta og veðurspár, fyrsta hjálp í óbyggðum, staðhættir og sagnir, náttúrufar (jarðfræði, plöntur, dýralíf og umhverfi), gildi útivistar fyrir heilsurækt og heilbrigðan lífsstíl. Verklegar útiæfingar. Hálfs- og heilsdagsferðir. Helgarferðir. Útbúin og flutt kynning á sögu tiltekins svæðis eða náttúrufari á erlendu tungumáli. Log-bók og lokaskýrsla. Ferðirnar geta verið farnar í samvinnu við ferðaþjónustuaðila eða áhugasamtök sem sérhæfa sig í gönguferðum á svæðinu, ss Ferðafélag Fljótdalshéraðs og Wild Boys. Áfanginn er símatsáfangi sem byggist m.a. á þremur námsþáttum: mætingu í fyrirlestra tengda áfanganum og síðan í ferðina sjálfa, frammistöðu nemandans í vettvangsferðunum og skilum á ferðaskýrslu (loggbók). Ástundun, frammistöðu í verklegum æfingum og ferðum, ferðaskýrslu (log-bók) og erindum nemenda. Áfanginn getur nýst sem undirbúningur að LOKA áfanga, þar sem nemendur gerðu verkefni sitt í tengslum við svæðið sem ferðast er um hverju sinni. Gæti tengst sögu (mannlíf á fyrri tíð) jarðfræði (jarðsaga svæðisins, stutt með myndum) tungumálum (ferðasagan á erlendri tungu).
    10 einingar í náttúrufræði eða sambærilegum áföngum á náttúrufræðibraut.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • gildi gönguferða sem heilsurækar og lífsstíls
    • mikilvægi góðs undirbúnings fyrir lengri og skemmri gönguferðir
    • búnaði og pökkun (í bakpoka)
    • skipulagningu ferða
    • þeim svæðum sem gönguferðirnar taka til (grunnþekking á veðráttu, staðháttum, landfræði, náttúrufari og sögu þeirra áfangastaða/leiða sem farið er um)
    • kortalestri og rötun með hjálp áttavita og GPS
    • nesti og næringu
    • gildi fyrstu hjálpar á ferðalagi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kortalestri og rötun
    • skipuleggja skemmri og lengri ferðir
    • þekkja sögu og náttúrufar á völdum gönguleiðum. (saga og sagnir, gróður og dýralíf, jarðsaga)
    • áætla næringar- og nestisþörf á skemmri sem lengri ferðum
    • velja viðeigandi búnað og pakka í bakpoka
    • nota viðeigandi búnað á ferðalagi
    • miðla þekkingu til samferðafólks og samnemenda
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • lesa kort og velja sér leiðir út frá því
    • skipuleggja skemmri sem lengri gönguferðir
    • meta og ákveða hvaða búnað þarf til ferðar
    • safna upplýsingum, taka myndir og gera leiðabók úr áfanganum sem kemur til námsmats
    • taka saman ítarlegan fróðleik um valda þætti valins göngusvæðis og miðla þeim fróðleik til samferðamanna á íslensku eða erlendu tungumáli
    • taka að sér aðstoðarfararstjórn í léttum gönguferðum
    • leiðbeina almennu ferðafólki um gönguleiðir á Austurlandi og aðstoða við skipulagningu og undirbúning skemmri gönguferða