Í áfanganum er fjallað um sögu og þróun íslenskra barna- og unglingabókmennta auk þess sem skyggnst er inn í mál og menningarheim barna; máltöku barna, málþroska og ritun barna. Nemendur fá þjálfun í lestri fræðigreina um efnið og gera grein fyrir lestrarreynslu sinni munnlega og skriflega.
ÍSLE3BÓ05(21)
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þróunarsögu íslenskra barna- og unglingabóka
hugmyndafræðilegum tengslum (skyldleika) íslenskra og erlendra barna- og unglingabóka
helstu bókmenntafræðilegum hugtökum sem tengjast barna- og unglingabókum
ýmsum flokkum barna- og unglingabóka, ólíku efni þeirra, eðli og tilgangi
ólíkum kenningum um máltöku barna
helstu stigum í máltöku barna
helstu rannsóknum á íslensku barnamáli
helstu tal- og málgöllum.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
lesa vandlega nokkrar íslenskar barna- og unglingabækur frá ýmsum tímum
lesa gagnrýna umfjöllun um barna- og unglingabækur í blöðum og tímaritum
skoða ýmsar birtingarmyndir barna- og unglingabóka, t.d. leikrit, kvikmyndir, sjónvarpsefni, leiki og margmiðlunarefni
vinna undir leiðsögn kennara að munnlegri kynningu og/eða ritgerð á vönduðu máli sem felur í sér greiningu texta, upplýsingaöflun og lestur fræðitexta
nota handbækur og hjálparforrit við framsetningu texta.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fjalla af skilningi og þekkingu um íslenskar barna- og unglingabækur ...sem er metið með... verkefnum/fyrirlestri/ritgerð
velja lesefni handa börnum og unglingum og leiðbeina þeim um bókaval ...sem er metið með... verkefnum
tjá sig munnlega um efni áfangans með áherslu á skýra framsögn og örugga framkomu ...sem er metið með... fyrirlestri
skrifa vandaðan texta þar sem samhengis í efni er gætt og heimildir eru notaðar á ábyrgan hátt ...sem er metið með... ritgerð
axla ábyrgð á eigin námi ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
taka virkan þátt í kennslustundum ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
tileinka sér jákvætt viðhorf til móðurmáls og eigin málnotkunar ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
beita lýðræðislegum vinnubrögðum í hópavinnu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina
tjá skoðun sína á námsefni, námsmati og fyrirkomulagi kennslu ...sem er metið með... stöðugu mati kennara á framkomu og frammistöðu nemanda yfir önnina.
Gert er ráð fyrir leiðsagnarmati í áfanganum en það byggir á stöðugri endurgjöf kennarans um frammistöðu nemandans. Meðal námsmatsþátta verður: fyrirlestur, ritgerð, ýmiss konar verkefni (bæði munnleg og skrifleg, einstaklings- og hópverkefni), skriflegt próf í lok annar og mat á undirbúningi og þátttöku nemandans í kennslustundum á önninni.