Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1371128893.17

    Almenn hönnunarsaga
    HÖNS2AH05
    1
    hönnunarsaga
    almenn, hönnunarsaga
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum læra nemendur um verkmenningu og tækni frá tímum Egypta fram til loka 19. aldar. Fjallað er um byggingar, húsmuni, fatnað, textíl, verkfæri og áhöld frá tímabilinu. Skoðað er hvaða áhrif stjórnarfar, landslag, veðurfar, tækni og verkkunnátta á hverjum stað og tíma, hafði á þróun manngerðs umhverfis. Evrópa verður í fyrirrúmi en einnig verður litið til Afríku, Asíu og Ameríku og skoðaðir þjóðbúningar, byggingar, handverk o.fl. ýmissa landa. Lögð er áhersla á íslenskt handverk, byggingar, húsmuni, fatnað o.fl. og gerður samanburður á stöðu Íslands við aðra menningarheima og áhrifavalda. Vettvangsferðir á minjasöfn og sýningar, fleiri staði sem tengjast minjum og handverki.
    engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hinum mismunandi menningar- og stílbrigðum frá tímabilinu
    • hvernig verkmenningu, tækni og handverki er háttað á tímabilinu og hvernig aðstæður og þarfir hafa áhrifa framfarir og þróun manngerðs umhverfis
    • hvaða áhrif samgöngu- og iðnbyltingin hafði á þróun fjöldaframleiðslu á 19. öld
    • hvaða áhrif iðnbyltingin hafði á þróun handverks og heimilisiðnaðar yfir í listiðnað
    • hvaða breytingar urðu í kjölfar iðnbyltingarinnar bæði á daglegt líf og heimsmynd fólks
    • mismunandi menningu og þjóðareinkennum ýmissa þjóða
    • hvaða stefnur hafa verið áhrifavaldar hérlendis á tímabilinu við gerð bygginga, húsgagna, fatnaðar, skrautmuna o.fl.
    • minja- og safnaumhverfi handverks og hönnunar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • kunna skil á hinum mismunandi menningartímabilum
    • þekkja verkmenningu, tækni og handverk frá tímabilinu
    • þekkja vestræn stílbrigði fram til loka 19. aldar
    • skilja hvaða aðstæður og þarfir hafa áhrif á tæknikunnáttu og framfarir
    • skilja hvernig gróður og veðurfar hefur áhrif á gerð bygginga, fatnaðar og annarra hluta
    • skilja hvaða áhrif aðgengi að mismunandi hráefni hefur á manngert umhverfi
    • skilja orsök, áhrif og afleiðingar fjöldaframleiðslu á listiðnað og handverk á 19. og 20. öld
    • þekkja áhrif samgöngu- og iðnbyltingarinnar á þróun fjöldaframleiðslu á 19. öld og hvernig þær breytingar höfðu áhrif á daglegt líf og heimsmynd fólks
    • þekkja til Heimssýninganna á 19. öld, þ.e. í London 1851, París 1889 og Chicago 1893
    • þekkja menningu og þjóðareinkenni ýmissa þjóð s.s. búninga, handverk, byggingar o.fl.
    • kunna skil á þeim stefnum sem eru áhrifavaldar hér á landi á tímabilinu við gerð bygginga, fatnaðar, listmuna og annarra hluta ætlaðra til almennra nota
    • þekkja minja- og safnaumhverfi handverks og hönnunar
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • hafa innsýn í mismunandi menningartímabil og vestræn stílbrigði fram til loka 19. aldar ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • meta aðstæður og þarfir sem hafa áhrif á tæknikunnáttu og framfarir ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • meta áhrif gróðurs, veðurfars og aðgengis að hráefni á manngert umhverfi ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • meta áhrif samgöngu- og iðnbyltingarinnar á þróun í fjöldaframleiðslu og í handverki ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • setja hönnun í samhengi við þróun daglegs lífs og breytta heimsmynd fólks ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • hafa innsýn í menningu og þjóðareinkenni ýmissa þjóða ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    • kunna skil á minja- og safnaumhverfi handverks og hönnunar ...sem er metið með... verkefnum og prófum
    Fjölbreytt verkefnavinna (einstaklings- og hópavinna) og lögð áhersla á vandaðan frágang og kynningu verkefna. Metin er virkni og þátttaka í tímum, vinnusemi og jákvæðni. Umsagnir vegna vettvangsferða á söfn og sýningar. Próf í lok annar.