Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1371129488.83

    Textílverkstæði
    TEXT3TV05
    1
    textílhönnun
    textíll, verkstæði
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum læra nemendur textílhönnun og aðferðir við að vinna textíl bæði fyrir fatnað og textílvörur. Nemendur kynnast skapandi munsturgerð með mismunandi aðferðum, m.a. í tölvu. Nemendur eru þjálfaðir í notkun litaskala og þemavinnu við hönnun. Kynntar eru ýmsar aðferðir til að vinna yfirborð efna á skapandi hátt m.a. quilt, applíkering, bútasaumur, fríspor, útsaumur og aðrar óhefðbundnar aðferðir. Nemendur vinna vandaða hugmyndamöppu með prufum unnum með mismunandi aðferðum og útlistun á aðferðum. Út frá þeim vinna nemendur hugmyndavinnu og þjálfast í að vinna með þær á skapandi hátt. Lokaverkefni er unnið út frá þema og útfærð á vandaðan hátt í fullunna vöru. Nemendur sýna verk sín í lok annar og lögð er áhersla á faglega og hugmyndaríka framsetningu. Nemendur kynnast textílhönnuðum og textíllistamönnum bæði í tímum og í vettvangsferðum eftir því sem færi gefst .
    TEXT2VA05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • í hverju textílhönnun felst bæði fyrir fatnað og textílvörur
    • hugmyndum að mismunandi munstrum út frá munstureiningum á mismunandi hátt
    • hvernig litaskalar og þemavinna tengjast textílhönnun
    • mismunandi aðferðum við yfirborðsvinnu á textíl
    • skissu- og hugmyndavinnu að textílefnum og textílvörum
    • íslenskum og alþjóðlegum textílhönnuðum og textíllistamönnum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna hugmyndir að textílefnum og textílvörum og koma þeim frá sér á vandaðan hátt
    • vinna með munstureiningar og setja þær saman í mismunandi munstur í tölvu
    • setja saman litaskala og tengja þá þemavinnu
    • vinna yfirborðsvinnu á textíl
    • afla sér upplýsinga um hönnuði og listamenn
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • vinna hugmyndir að textílefnum og textílvörum og koma þeim frá sér á vandaðan hátt ...sem er metið með... verkefnum
    • tölvuvinna munstur í tengslum við þemu og litaskala ...sem er metið með... verkefnum
    • vinna textíl með mismunandi aðferðum ...sem er metið með... verkefnum
    Símatið er byggt á vinnu annarinnar bæði í tímum og þeim verkefnum sem er skilað á önninni og í lok hennar ásamt vinnusemi, vandvirkni og almennri ástundun.