Eðli og hlutverk líffræðinnar sem vísindagreinar.
Vísindaleg aðferðafræði og rannsóknaraðferðir líffræðinnar.
Helstu efnaflokkar, bygging og starfsemi frumunnar.
Grundvallarþættir erfðafræði og þróunarfræði og fjölbreytni lífheimsins.
Gerð og starfsemi vistkerfa og vistfræðileg áhrif mannsins á umhverfið.
Leitast er við að nota líffræðileg dæmi úr nærumhverfi nemenda eftir því sem við verður komið.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
eðli og hlutverki líffræðinnar sem vísindagreinar.
vísindalegri aðferð og rannsóknaraðferðum líffræðinnar
helstu efnaflokkum lífvera og hlutverkum þeirra
gerð og starfsemi frumna
hlestu lögmálum erfðafræði og þróunarfræði
fjölbreytni lífheimsins
gerð og þróun íslenskra vistkerfa
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
teikna einfaldar skýringarmyndir af líffræðilegum fyrirbærum
nota algeng rannsóknatæki eins og t.d. smásjár eða víðsjár
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tengja líffræði við aðrar vísindagreinar ...sem er metið með... verkefnum
auka þekkingu sína í líffræði, bæði í framhaldsnámi og sjálfsnámi ...sem er metið með... verkefnum
nýta þekkingu sína og leikni til að leysa verkefni, sem eru sambærileg en ekki þau sömu og hann hefur áður leyst. ...sem er metið með... verkefnum þar sem reynir á innsæi
Námsmat með áherslu á leiðsagnarmat er í höndum og á ábyrgð kennara.