Í áfanganum er lista- og hönnunarsagan rakin samhliða tímalínu mannkynssögunnar. Um er að ræða þverfaglegan áfanga þar sem námsgreinarnar samfélagsfræði, saga og náttúrufræði eru tengdar við tímalínuna eftir því sem við á í þeim tilgangi að nemendur fái yfirsýn yfir hvernig list og hönnun hefur þróast í samhengi við þróun vísinda. Jafnframt er námsgreinin íslenska fléttuð saman við efni áfangans í þeim tilgangi leiðbeina nemendum um meðferð talaðs máls og ritaðs í verkefnavinnu áfangans. Nemendur fá auk þess þjálfun í notkun ýmiss konar upplýsingatækni til að auðvelda öflun og miðlun hvers kyns þekkingar. Tímalínan sem rakin er í áfanganum byrjar á iðnbyltingu og er fylgt í gegnum aldirnar fram til nútíma. Staldrað er við uppgötvanir og þekkingu sem hafa haft áhrif á lífsstíl og heimsmynd fólks á tímabilinu. Leitast er við að nemendur öðlist á þessari vegferð sinni um mannkynssöguna nýja sýn á þær námsgreinar sem tengjast áfanganum, uppgötvi hvernig þær tengjast innbyrðis og hafa haft áhrif á listir og hönnun.
LMVÍ1RT05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim miklu breytingum sem verða við atvinnu- og tæknibyltingu, borgvæðingu og þróun lýðræðis á tímabilinu
áhrifum iðnbyltingar á menningu fjarlægra samfélaga
upphafi og þróun félagsvísinda frá byrjun 19. aldar til nútímans
þróun náttúruvísinda eftir að sólmiðjukenningin festist í sessi til kenningarinnar um miklahvell
sífellt meiri greiningu náttúruvísinda í mismunandi fræðasvið eftir því sem bætist við þekkinguna
hvernig hlutir sem áður höfðu einungis notagildi eru nú hannaðir til að uppfylla ýmsar kröfur nýja tímans
hugtökum ritgerðarsmíðar
reglum um heimildaskráningu og tilvísanir
muninum á áreiðanlegum og óáreiðanlegum heimildum
viðunandi frágangi ritgerðar í tölvu
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
beita hugtökum félagsvísinda á ýmsa grundvallarþætti nútímasamfélags
greina ýmiss konar samfélagsmál út frá tölfræðiupplýsingum
greina tæknisamfélag nútímans út frá áhrifum náttúruvísinda og skýra hvernig nútímatækni hefur þróast sem afleiðing nýrra vísindalegra uppgötvana
greina einkenni hönnunar, lista og menningar út frá náttúrufræðilegri þekkingu og samfélagslegri þróun á tímabilinu
taka þátt í umræðum og rökræðum um námsefni
beita hugtökum ritgerðarsmíðar til að skrifa texta á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt
beita reglum um heimildaskráningu og tilvísanir í ritgerð og ganga frá ritgerð í tölvu
greina á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra heimilda
nota handbækur og hjálparforrit við stafsetningu og framsetningu texta
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
geta tjáð sig á sjálfstæðan máta í ræðu og riti um samfélagsleg málefni
átta sig á áhrifum náttúruvísinda nútímans á hugmyndir nútímaþjóðfélags um ýmis siðferðileg efni, s.s. umhverfisvernd, erfðatækni, sjálfbærni og velferð einstaklinga
geta útskýrt hvernig þekking á náttúruvísindum og samfélagsþróun hefur áhrif á listir, menningu og hönnun á tímabilinu
geta skrifað heimildarritgerð á vönduðu máli þar sem samhengis í efni er gætt og reglum um meðferð heimilda fylgt
geta nýtt sér heimildir á ábyrgan hátt, hvort sem um er að ræða myndir eða texta af bókum eða Netinu
geta greint á milli áreiðanlegra og óáreiðanlegra heimilda gengið frá ritgerð á viðunandi hátt í tölvu
geta nýtt sér handbækur og forrit við stafsetningu og framsetningu texta
auka leshraða sinn og bæta miðlalæsi
geta tekið virkan þátt í kennslustundum og axlað ábyrgð á eigin námi
geta beitt lýðræðislegum vinnubrögðum í hópavinnu
geta beitt gagnrýninni hugsun varðandi námsefni, námsmat og fyrirkomulag kennslu