Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1380048964.27

    Matur og menning í fjarlægum löndum
    MALA1ER05
    None
    Matreiðsla, félagsfræði, landafræði
    Eldun, hlutfallareikningur, innkaup, ritun, þrif
    í vinnslu
    1
    5
    Í þessum áfanga kynnast nemendur matargerð í nálægum og fjarlægum menningarheimum. Ætlast er til að nemendur nái tökum á matreiðslu ýmissa framandi rétta auk þess sem áhersla er lögð á hlutverk gestgjafans í matarboðum. Nemendur þurfa sjálfir, undir handleiðslu kennara, að annast innkaup, með hollustu og hagkvæmni í huga, og laga uppskriftir að vöruúrvali. Jafnframt matargerðinni kynnast nemendur þeim menningarheimum og samfélagsgerðum sem hún er sprottin úr. Það verður fyrst og fremst gert með því að nýta ýmsa kosti margmiðlunar, s. s. kvikmyndir frá viðkomandi svæðum (sem á einhvern hátt tengjast matargerð) og alls kyns kosti veraldarvefsins. Nemendur þurfa einnig, í sameiningu, að vinna stuttar kynningar á þeim löndum eða svæðum sem til umfjöllunar eru hverju sinni. Þau lönd sem verða tekin fyrir eru m. a. Ísland, Pólland, Tyrkland, Indland, Kína, Mexikó og Íran.
    MAME1RE05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • völdum fjarlægum samfélögum
    • ólíkum siðum við fæðuöflun og matargerð
    • tengslum samfélaga við matarmenningu sína
    • mikilvægi hollrar næringar fyrir heilbrigðan líkama
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • matreiða framandi rétti
    • vinna með ýmiss konar gögn við matreiðslu, þ.e. matreiðslubækur og hvers kyns áhöld og tæki
    • greina á milli ólíkra gerða matseldar, s.s. suðu, steikingar, ofnbökunar o.s.frv.
    • greina á milli ólíkra menningarheima út frá ólíkum listafurðum og matseld
    • ástunda hagkvæm og umhverfisvæn innkaup til heimilis
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla almennri þekkingu sinni í umræðum og stuttum kynningum
    • miðla leikni sinni við matseld
    • auka skilning sinn á framandi menningaheimum og um leið auka skilning sinn á sjálfum sér
    • efla læsi sitt í víðum skilningi, þ.e. treysta kunnáttu í íslensku, auka leshraða sinn, lesa fjölbreytta texta sér til gagns og ánægju og auka færni sína til tjáningar á eigin skoðunum og samskipta við annað fólk
    • efla læsi á ýmiss konar upplýsingar, bæði í texta- og talnaformi
    • meta heimilisinnkaup út frá sjónarmiðum sjálfbærni og hagkvæmni
    Símat