hlustun og ritun. skipting og sameining þýskalands, lesskilningur, munnleg tjáning
Samþykkt af skóla
2
5
Nemendur þjálfast frekar í lesskilningi, tali, hlustun og ritun. Orðaforði eykst og nemendur bæta færni sína til þess að tjá sig frjálst og á persónulegan hátt á þýsku. Málfræði og setningafræði bætist við eftir því sem viðfangsefni áfangans krefjast og þörf nemenda fyrir að tjá sig á flóknari hátt vex. Námsefnið hefur að geyma margvíslega rauntexta sem fjalla um mismunandi svið mannlífs, sögu og menningar og er unnið úr efninu með fjölbreyttu æfingaefni. Bókmenntatextar og kvikmyndir auka og breikka efni áfangans og nemendur æfast í umfjöllun um slíkt efni á þýsku svo sem um persónur, efni og bakgrunn. Nemendur velja sér ákveðin viðfangsefni, vinna úr þeim sjálfstæð verkefni og flytja. Í slíkri verkefnavinnu afla nemendur heimilda og sýna fram á kunnáttu í að nota þær á réttan hátt með því að flétta aðfengið efni saman við eigin textasmíð. Í áfanganum er leitast við að fjölga tækifærum nemenda til þess að fjalla á þýsku um valin efni og að efla getu þeirra til þess að nota þýsku í almennum samskiptum.
ÞÝSK1ÞC05
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
orðaforða í samræmi við viðfangsefni áfangans meðal annars orðaforða af ýmsum ólíkum sviðum og orðasamböndum
flóknari þáttum málkerfisins
notkun tungumálsins bæði munnlegri og skriflegri m.a. í ólíkum gerðum ritaðra texta, s.s. bókmenntatexta og rauntexta, í hljóðefni, s.s. í tónlist eða töluðu máli og myndefni, s.s. í sjónvarpsefni og kvikmyndum
ýmsum þáttum í uppbyggingu samfélags, menningu og siðum í þýskumælandi löndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja þýsku sem töluð er á eðlilegum hraða og með mismunandi hreim um almenn málefni og greina aðalatriði í hljóð- og myndefni
nota þýsku í samskiptum í kennslustundum og um efni áfangans
lesa mismunandi gerðir texta og nota mismunandi lestrar- og úrvinnsluaðferðir eftir því hver tilgangur með lestrinum er
segja frá undirbúnu efni á þýsku á skýran hátt og nota nú einnig liðnar tíðir, flóknari setningagerð og sérhæfðari og ríkulegri orðaforða en áður
semja meðallangan samfelldan texta, s.s. samantekt um eða túlkun á kvikmyndum, smásögum, ljóðum eða rauntextum um afmörkuð málefni þar sem eigin ályktanir og skoðanir á efninu koma fram
afla sér hagnýtra upplýsinga með hjálp upplýsingatækni, orðabóka eða annars sem að gagni má koma og nýta efnið við sjálfstæða verkefnavinnu sem og munnlega eða skriflega framsetningu efnis
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skilja allvel daglegt mál, s.s. í fjölmiðlum eða samræðum án þess að efnið hafi verið undirbúið sérstaklega
skilja megininntak talaðs máls um flóknara efni sem er kunnuglegt eða sem hefur verið undirbúið
tileinka sér texta, sem hlustað er á, er lesinn eða er í myndefni, átta sig á samhengi, viðhorfum og meginefni og geta tjáð sig um efnið
tjá sig á þýsku við ýmsar aðstæður í almennum samskiptum, geta brugðist við óvæntum spurningum og athugasemdum og leyst úr málum
fjalla á nokkuð ítarlegan hátt, munnlega og skriflega, um efni sem hann hefur kynnt sér, draga ályktanir, tjá eigin skoðanir og bera saman við persónulega reynslu og nota til þess ríkulegri orðaforða og fjölbreyttari setningagerð en áður
tileinka sér jákvætt viðhorf til þýskunnar og hafa trú á eigin kunnáttu