Í áfanganum læra nemendur að sinna heimilisviðhaldi af ýmsu tagi. Nemendur þjálfast í að sinna þeim verkefnum sem til falla innan veggja heimilis og átta sig á hvað hægt er að gera sjálfstætt og hvenær þarf að kalla til iðnaðarmenn. Nemendur fræðast jafnframt um helstu hættur inni á heimilum og læra varnir og viðbrögð við þeim.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
grunnatriðum varðandi virkni rafmagns og helstu hugtökum og merkingum er því tengjast
helstu reglugerðum um raforkuvirki
einkennum raka í húsum, undirliggjandi ástæðum hans og helstu leiðum til að bregðast við honum
hvernig heimilisraftafla virkar
helstu vírusvörnum í tölvum
bruna- og þjófavörnum á heimilum
viðbrögðum við náttúruhamförum af ýmsu tagi
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
framkvæma einföld verkefni tengdum raftækjum á heimilinu
sinna öllu algengu viðhaldi á vatnstækjum á heimilinu
setja upp helstu afþreyingartæki heimilisins, s.s. sjónvarp, myndspilara, flakkara og allskyns afruglara og beina (router)
setja upp heimilistölvu og tengja við netið í gegnum beini (router) og þráðlaust net
tengja helstu íhluti við tölvu
gera við gírahjól
sjá um einfaldar húsgagnaviðgerðir, svo sem að pússa upp, bera á og skipta um einföld áklæði
meta hvenær þörf er á að kalla til fagmenn til að sinna heimilisviðhaldi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að: