Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1384201811.16

    Lýheilsa 1 - verklegt og bóklegt
    LÝÐH1LH02
    None
    lýðheilsa
    Lýðheilsa - verklegt og bóklegt
    í vinnslu
    1
    2
    Í verklega hlutanum er lögð áhersla á grunnþætti þols, styrktaræfingar og liðleika. Þol: Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar til að auka úthald, s.s útihlaup/ganga, þrektæki, stöðvaþjálfun,leikir og fjölbreyttar íþróttagreinar. Reynt verður að hafa æfingar við áhuga, hæfi og getu hvers og eins. Styrktaræfingar: Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar til að bæta líkamsstyrk, s.s. æfingar með eigin líkamsþyngd eða í tækjasal. Reynt verður að hafa æfingar við áhuga, hæfi og getu hvers og eins. Liðleiki: Lögð verður áhersla á teygjuæfingar eftir hvern tíma og miklvægi þeirra. Í bóklega hlutanaum verður fjallað um heilsu og hvað heilbrigður lífstíll er. Fjallað verður almennt um hreyfingu og mikilvægi hennar hjá öllum aldurshópum, þó verður sérstök áhersla á framhaldsskólaaldurinn. Farið verður yfir þrjú algengustu þjálfunarformin (þol, styrkur og liðleiki) og hinar ýmsu þjálfunaraðferðir innan hvers forms skoðuð. Farið verður yfir áhrif vímuefna (tóbak, áfengis og lyfja) á heilsu og líkamlegt form einstaklinga. Farið er yfir uppbyggingu á hreyfingarlotu/æfingu með áherslu á upphitun og niðurlags og áhrifum þeirra á líkamann.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • hvað almennt heilbrigði er
    • mikilvægi hreyfingar hjá sínum aldurshópi
    • góðs lífsstíls sem inniheldur hreyfingu
    • mikilvægi upphitunar fyrir áreynslu og niðurlags eftir áreynslu
    • fjölbreyttum þjálfunaraðferðum innan þols, styrks og liðleika
    • uppbyggingu hreyfingarlotugerðar (tímaseðlagerð/áætlun)
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • að auka úthald sitt, styrk og liðleika með fjölbreyttum aðferðum sem henta hverjum og einum
    • að reikna út æfingarpúls fyrir brennslu- og/eða þolþjálfun
    • aðferðum til að mæla þol, styrk og liðleika
    • búa til skipulagðan og áhugaverðan tímaseðil/æfingu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • nýta sér möguleika til hreyfingar í nánasta umhverfi og úti í náttúrunni
    • nýta sér möguleika til að flétta hreyfingu í daglegt líf eftir bestu getu
    • viðhalda eða bæta eigið líkamshreysti
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni og mælingar (verklegt) sem verða metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf. Nemendur þurfa einnig að standast mætingarkröfur áfangans.