Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1384983973.33

    Lýðheilsa 2 - verklegt og bóklegt
    LÝÐH1LÁ02
    None
    lýðheilsa
    líkamsþjálfun, áætlunargerð
    í vinnslu
    1
    2
    Áfanginn er bæði verklegur og bóklegur. Í áfanganum er lögð áhersla lífstílsbreytingar. Nemendur fá að gera eigin þjálfunaráætlun, auk þess sem fjallað er um líkamleg og sálræn áhrif þjálfunar. Fjallað er um gildi reglulegrar og skipulagðrar líkamsþjálfunar og nemendum gerð grein fyrir ábyrgð á eigin líkama. Þá er lögð áhersla markmiðsetningu. Bæði verður unnið með skammtíma-og langtímamarkmið. Nemendur fá að gera eigin þjálfunaráætlun til lengri og skemmri tíma sem byggist á þekkingu um þol, styrk og liðleika úr fyrri áfönga. Lögð er áhersla á að nemendur fái tækifæri til að stunda fjölbreytta þjálfun. Í verklega hlutanum er lögð áhersla á grunnþætti þols, styrktaræfingar og liðleika. Þol: Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar til að auka úthald, s.s útihlaup/ganga, þrektæki, stöðvaþjálfun,leikir og fjölbreyttar íþróttagreinar. Reynt verður að hafa æfingar við áhuga, hæfi og getu hvers og eins. Styrktaræfingar: Fjölbreyttar aðferðir verða notaðar til að bæta líkamsstyrk, s.s. æfingar með eigin líkamsþyngd eða í tækjasal. Reynt verður að hafa æfingar við áhuga, hæfi og getu hvers og eins. Liðleiki: Lögð verður áhersla á teygjuæfingar eftir hvern tíma og miklvægi þeirra. Í bóklega hlutanum verður fjallað um heilsu og hvað heilbrigður lífstíll er. Fjallað verður almennt um hreyfingu og mikilvægi hennar hjá öllum aldurshópum, þó verður sérstök áhersla á framhaldsskólaaldurinn. Farið verður yfir þrjú algengustu þjálfunarformin (þol, styrkur og liðleiki) og hinar ýmsu þjálfunaraðferðir innan hvers forms skoðuð. Farið verður yfir áhrif vímuefna (tóbak, áfengis og lyfja) á heilsu og líkamlegt form einstaklinga. Farið er yfir uppbyggingu á hreyfingarlotu/æfingu með áherslu á upphitun og niðurlags og áhrifum þeirra á líkamann.
    LÝÐH1LH02
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • æfingum og leikjum sem viðhalda og bæta tækni íþróttagreina
    • alhliða líkams- og heilsurækt
    • styrkjandi og mótandi æfingum fyrir helstu vöðva og liðamót líkamans
    • skipulagningu eigin þjálfunar
    • forsendum og áhrifum þjálfunar á eiginn líkama og heilsu
    • orkuefnum kolvetni, próteini og fitu
    • áhrifum lífstílls á heilsu og álagssjúkdóma
    • uppbyggingu æfinga og tímaseðla
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • nýta sér ýmsar leiðir til að stunda styrktarþjálfun
    • nýta sér ýmsar leiðir til að stunda þolþjálfun
    • geta útbúið sérsniðna þolþjálfunar áætlun sem hentar honum sjálfum
    • skilja hvaða þættir í eiginn lífstíl hafa áhrif á heilsu
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • sýna frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum sem varða þjálfun á eiginn líkama
    • útbúa sérsniðna styrktaráætlun sem hentar honum sjálfum
    • útbúa sérsniðna þolþjálfunaráætlun sem hentar honum sjálfum
    • geta breytt eiginn lífstíl ef þörf er á
    • geta valið og hafnað ákveðnum matartegundum vegna hollustugildis
    Leiðsagnarmat. Fjölbreytt verkefni og mælingar (verklegt) sem verða metin jafnt og þétt yfir önnina. Áhersla á umsagnir sem leiða nemandann áfram. Engin skrifleg lokapróf. Nemendur þurfa einnig að standast mætingarkröfur áfangans.