Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1385032335.79

    Þýskugrunnur
    ÞÝSK1GR05(11)
    56
    þýska
    grunnáfangi
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    11
    Lögð er megináhersla áhersla á þjálfun framburðar, uppbyggingu og notkun orðaforða um nánasta umhverfi, munnlega og skriflega tjáningu, hlustun og grunnatriði sem nauðsynleg eru til að mynda einfaldar aðalsetningar og spurningar. Einnig er vikið að meginatriðum um þýskumælandi lönd, helstu samskiptum þeirra og Íslands og skyldleika íslensku og þýsku.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu grundvallaratriðum þýskrar málfræði, s.s. ákveðnum og óákveðnum greini, grundvallaratriðum í sagnbreygingu, persónufornöfnum, neitunum o.fl.
    • þeim orðaforða sem nauðsynlegur er til að mæta markmiðum áfangans
    • menningu þýskumælandi þjóða.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tjá sig um einföld atriði á þýskri tungu
    • hlusta á einfalt þýskt mál og draga úr því aðalatriði
    • skrifa stutta, einfalda texta á þýsku
    • lesa einfalda texta sem innihalda algengan orðaforða
    • nýta þau hjálpartæki sem koma að gagni í tungumálanámi, s.s. orðabækur á veraldarvefnum, leiðréttingarforrit og hljóðbækur..
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tjá sig munnlega og skriflega á einfaldan hátt um efni sem hann þekkir ...sem er metið með... ýmiss konar munnlegum og skriflegum verkefnum og prófum
    • skilja einfalt talað mál ...sem er metið með... hlustunarverkefnum
    • skilja meginatriði einfaldra texta ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnum og prófum
    • tileinka sér sjálfstæð vinnubrögð ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnavinnu, s.s. bókmenntaverkefnum, vinnubókavinnu o.fl.
    • gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem hann ber í hópvinnu og þeim skyldum sem slík vinna krefst ...sem er metið með... einstaklingsbundnu mati á frammistöðu nemandans í þeim hópverkefnum sem unnin eru yfir önnina, t.d. þemaverkefnum.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem felst í því að nemandinn fái með skipulegum og reglulegum hætti upplýsingar frá kennara um hvernig hann stendur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru ýmiss konar verkefni (bæði einstaklings- og hópverkefni, munnleg verkefni og skrifleg), ritgerð, hlustunaræfingar auk munnlegra og skriflegra prófa.