Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1385130531.49

    Geðheilsa
    SÁLF3GE05(31)
    32
    sálfræði
    geðheilsa
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    31
    Í áfanganum er fjallað um geðheilsu og geðræn vandamál. Farið er yfir sögulegan bakgrunn geðsálfræðinnar og fjallað um hvað í því felst að vera heilbrigður eða eðlilegur („normal“). Rætt er um almennt geðheilbrigði og geðrækt út frá sálfræðilegum kenningum og læknisfræðilegu líkani. Lögð er áhersla á að nemendur átti sig á samspili líkamlegra og andlegra þátta í tengslum við geðheilbrigði og þróun geðraskana. Fjallað er um mikilvægi forvarna og nýjustu rannsóknir í jákvæðri sálfræði fá ítarlega umfjöllun. Nemendur kynnast leiðum til að verjast streitu og taka á afleiðingum hennar. Einnig er fjallað um ýmsar geðraskanir og helstu meðferðarúrræði við þeim. Nemendur afla sér upplýsinga um geðheilsugæslu og þá meðferð sem í boði er á Íslandi. Megináhersla er lögð á að nemendur öðlist skilning á geðheilsu, geðrækt og eðli geðraskana og verði þannig betur í stakk búnir til að axla ábyrgð á eigin geðheilbrigði.
    SÁLF2ÞS05(21)
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • ólíkum hugmyndum um andlegt heilbrigði
    • geðheilsu og geðröskunum
    • mismunandi nálgun sálfræðinnar á geðheilsu
    • helstu hugmyndum og kenningum geðsálfræðinnar
    • helstu hugmyndum innan jákvæðu sálfræðinnar
    • framlagi geðsálfræðinnar til sálfræði sem fræðigreinar og samfélagsins í heild.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • miðla sérhæfðri færni með því að beita almennum og sértækum vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum
    • afla upplýsinga, greina þær og setja í fræðilegt samhengi
    • nýta fræðilegan texta á íslensku og ensku
    • miðla fræðilegu efni skýrt og skilmerkilega í ræðu og riti.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • taka þátt í rökræðum um málefni sem tengjast sálfræðinni ...sem er metið með... þátttöku í umræðum í kennslustundum
    • vinna úr rannsóknargögnum og leggja á þau mat ...sem er metið með... skýrslugerð og ítarlegri heimildasöfnun
    • sýna frumkvæði að raunhæfum lausnum ...sem er metið með... virknimati í áfanganum
    • beita skapandi hugsun við lausnamiðað nám ...sem er metið með... ýmiss konar verkefnum yfir önnina
    • meta eigin frammistöðu og annarra á gagnrýninn hátt ...sem er metið með... sjálfsmati og jafningjamati.
    Í áfanganum er gert ráð fyrir leiðsagnarmati sem byggist á því að nemandinn fái með reglulegum og skipulegum hætti upplýsingar um hvernig hann er staddur í náminu. Meðal námsmatsþátta eru ýmiss konar verkefni (munnleg og skrifleg, einstaklings- og hópverkefni), umræður í kennslustundum og skýrslugerð. Hluti námsmats er í formi virknimats, jafningjamats og sjálfsmats.