Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í að skilja enskan og danskan texta eins og hann birtist á umbúðum matvæla og varðar innihaldslýsingar, upplýsingar um meðhöndlun matvæla og notagildi þeirra.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim fagorðum sem algengust eru í innihaldslýsingum á umbúðum utan um matvörur
þeim fagorðum sem varða notkun á matvörum, geymslu þeirra og matreiðsluaðferðum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
nota fagorð á ensku og dönsku
nota upplýsingar frá netmiðlum um innihaldslýsingar og notkunarleiðbeiningar
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
veita viðskiptavinum upplýsingar um þær vörur sem verslunin selur og skráðar eru á ensku
verkefni unnin á önninni ýmist hópverkefni eða einstaklingsverkefni. Gerð vinnumappa sem nemendur skila í lok áfangans þar sem fram kemur að þeir hafi tileinkað sér þá færni sem krafist er. Áfanganum lýkur með bóklegu lokaprófi.