Í áfanganum er fyrst og fremst fjallað um almenna gæðastjórnun með áherslu á matvæli, HACCP og nýja matvælalöggjöf nr. 852 og að hluta 853 eftir því sem við á.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
mikilvægi þess að halda skráningu á hitastigi og þrifnaði almennt og þekki þær afleiðingum sem mögulega geta hlotist af því ef eftirliti er ekki sinnt og hitastig eða þrif standast ekki þær kröfur sem gerðar eru út frá hollustumarkmiðum
mikilvægi þess fyrir matvælafyrirtæki/verslanir út á við að gæðamál séu í lagi
hvernig innra eftirlit fer fram og geta aðstoðað ábyrgðaraðila við einföld atriði þar um
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
starfa í samræmi við fyrirmæli og verklagsreglur um meðal annars móttökueftirlit, hættu á krossmengun og þrifaeftirlit í samræmi við skoðunarhandbók MAST.
aðstoða ábyrgðaraðila ytra eftirlits meðal annars með því að geta sýnt fram á verklagsreglur og niðurstöður þess eftirlits sem mögulega fylgir verklagsreglunum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
aðstoða ábyrgðaraðila við að uppfylla kröfur og reglur Matvælastofnunar og Heilbrigiseftirlits um hollustuhætti og örugga framleiðslu matvæla
geta unnið eftir einfaldri gæðahandbók miðað við það gæðastarf og gæðaeftirlit sem krafist er.
Hópverkefni unnin á önninni. Áfanganum lýkur með lokaprófi.