Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1386853814.25

    Véla- og tækjafræði fyrir verslunarþjóna
    VÉTÆ2VÞ02
    1
    Véla- og tækjafræði fyrir verslunarþjóna
    Vélafræði, tækjafræði
    Samþykkt af skóla
    2
    2
    Í áfanganum er fjallað um helstu vélar og tæki sem notuð eru í matvöruverslunum, notkun þeirra og rétta hirðingu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • mikilvægi þessa að hirða vélar og tæki rétt og reglulega, í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda eða vélasala,
    • fyrirbyggjandi aðgerðum til að varast slys, óhöpp og mengunaráhættu vegna rangrar notkunar véla og tækja, í samræmi við reglur og ábendingar Vinnueftirlits,
    • notkun þeirra véla og tækja sem notuð eru í matvælaverslunum.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • fylgja skriflegu áhættumati Vinnueftirlitsins, sem unnið hefur verið fyrir vinnustaðinn,
    • umgangast tæki, vélar og tól af þekkingu og alúð, í samræmi við leiðbeiningar framleiðanda eða vélasala.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • viðhafa og leiðbeina um rétt vinnubrögð við notkun tækja,
    • umgangast þann tækjakost sem notaður er í matvælaverslunum með fyrirbyggjandi hætti, s.s. með tilliti til mögulegrar bilunar, slysahættu og mengunarhættu, í samræmi við ráðleggingar framleiðanda eða vélasala þar um.
    Tvö einstaklingsverkefni eru unnin á önninni.