Í áfanganum er fjallað er um vöruflokka úr dýra- og jurtaríkinu, framleiðslu þeirra ásamt neytendafræði. Nemendur eiga að kunna skil á reglugerð um merkingu matvæla og aukefni í matvælum. Þá verður einnig fjallað um vöruflokka er tengjast sérfæði hverskonar. Nemendur eiga að þekkja neytendalöggjöfina.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
þeim vöruflokkum sem tengjast fjölbreyttu sérfæði,
þeim vörumerkingum, vottunarmerkjum, umhverfismerkjum og sérfæðismerkingum sem í gildi eru samkvæmt lögum um neytendavernd, neytendaþjónustu og neytendarétti.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
leiðbeina viðskiptavinum um val á sérfæði með hliðsjón af þörfum hvers og eins,
fræða viðskiptavini um þýðingu vörumerkinga svo sem um skráargatið, Uið o.fl.
upplýsa viðskiptavinum á réttindi þeirra við vörukaup og vöruskil,
nota upplýsingatæknina til þess að fylgjast með nýjungum á sviði vörumerkinga.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
upplýsa viðskiptavini um ólík framleiðsluferli matvara og mismun á gæðum þeirra,
benda viðskiptavinum á sérfæðisvörur og lýsa innihaldi þeirra,
veita viðskiptavinum gagnlegar upplýsingar um ólíkar merkingar á umbúðum matvæla,
veita viðskiptavinum aðstoð ef upp koma spurningar varðandi val á milli sambærilegra vörutegunda innan sömu vöruflokka,