Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1386857233.58

    Starfsþjálfun á vinnustað
    STÞV2VÞ20
    1
    Starfsþjálfun á vinnustað fyrir verslunarþjóna
    Starfsþjálfun fyrir verlsunarþjóna
    Samþykkt af skóla
    2
    20
    Lögð er áhersla á að nemandi læri til verka á ákveðnum vinnustað, svo sem að læra og þjálfa viðeigandi vinnubrögð, notkun verkfæra og beitingu réttra aðferðir við störf sín. Nemendur er ætlað að efla sjálfstæði sitt og frumkvæði með þátttöku í ýmsum störfum. Nemandi lærir að fylgja þeim samskiptareglum sem gilda á vinnustaðnum og fræðist um réttindi og skyldur starfsmanna. Nemandi vinnur undir leiðsögn reynslumikils starfsmanns, fagmanns eða verslunarstjóra í viðkomandi fyrirtæki.
    Öllu fagbóklegu og verklegu námi í skóla skal vera lokið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu störfum sem unnin eru í fyrirtækinu tengdu matvælum,
    • helstu samskiptareglum á vinnustaðnum,
    • réttindum og skyldum starfsmanna og viðskiptavina.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • velja á milli og beita viðeigandi vinnubrögðum, verkfærum og aðferðum hverju sinni,
    • vinna sjálfstætt,
    • koma fram við samstarfsfólk og fjölbreytilegan hóp viðskiptavini af virðingu.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • eiga heiðarleg og góð samskipti við samstarfsfólk og viðskiptavini,
    • að vera stundvís og samviskusamur starfsmaður.
    • auka vinnufærni sína og sjálfstæði á vinnumarkaði.
    Umsögn og einkunn í lok starfsnáms. Leiðsagnarmat ábyrgðaraðila á vinnustað og verklegt lokapróf í umsjón kennara/kennslustjóra/brautarstjóra.