Vettvangsnámið fer fram í atvinnuleikhúsi, listasafni, menningarhúsi, minjasafni eða öðrum stofnunum sem standa fyrir menningarviðburðum. Nemendur kynnast vinnu listræns teymist í tengslum við uppsetningu sviðslistaverka eða annarra menningarviðburða. Í leikhúsi mun nemandinn fylgjast með ferli leiksýningar frá upphafi æfingatímabils til frumsýningar og velja listrænan stjórnanda til að fylgja eftir s.s. leikstjóra, ljósahönnuð, búninga – eða sviðshönnuð. Nemendur fylgjast með sýningarstjóra í einni eða tveimur sýningum og kynnast þeim fjölmörgu störfum sem liggja að baki sýningar s.s miðasölu, móttöku o.fl.. Hjá listasafni tekur nemandi þátt í uppsetningu sýningar, yfirsetu, kynningu og safnakennslu. Hið sama gildir um viðburði á vegum menningarhúss og minjasafns.
Kjörsviðsáfangar á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
Starfi listrænna aðstandenda sýninga frá hugmynd til frumsýningar/opnunar
samspili tækni og listrænnar sýnar,
þýðingu verkefnisstjórnar og samvinnu í menningarstofnunum,
verklagi hinna ýmsu aðila sem starfa við leikhús, listasöfn, menningarhús eða minjasöfn,
þýðingu öflugs samstarfs innan menningarstofnana,
mikilvægi sjálfstæðra vinnubragða, innsæis og samvinnu þegar tvinna þarf saman tæknikunnáttu og listræna útfærslu.
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
Tá sig á fagmáli út frá listrænni sýn varðandi ýmsa þætti er snerta uppsetningu á sviðslistaverki,
setja í samhengi þá ólíku þætti sem mynda sýningu, bæði listræna þætti og þá sem lúta að framkvæmdahlið sýningar,
eiga lipur samskipti við þá fjölmörgu fagaðila og annað starfsfólk sem starfar innan menningargeirans.
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
Vinna sem aðstoðarmanneskja í leikhúsi eða öðrum menningarstofnunum,
eiga jákvæð og heiðarleg samskipti við samstarfsfólk.
Nemandinn, sú stofnun sem hann stundar nám hjá og VMA gera með sér samning um vettvangsnámið og heldur nemandi dagbók yfir störf sín og reynslu. Í lok áfanga fær nemandi umsögn og mat frá ábyrgðaraðila innan stofnunarinnar og frá kennara og byggist námsmat áfangans á þeim umsögnum.