Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1387274673.59

    Saga sviðslista - Leiklistarsaga frá Grikkjum til 1900
    SSVL1LG03
    1
    Saga sviðlista
    Leiklistarsaga frá Grikkjum til 1900
    Samþykkt af skóla
    1
    3
    Fjallað verður um sögu leiklistar á vesturlöndum, frá Grikklandi til forna til raunsæisleikhúss um aldamótin 1900. Skoðað verður hvernig leiklist tekur á sig margvísleg og breytileg form á ólíkum tímum og hlutverk hennar og staða breytist í samhengi við menningu og samfélag hvers tíma. Staldrað er við trúarlega leiklist miðalda-, hirð- og alþýðuleiklist endurreisnarinnar, leikhús á tímum Shakespeares á Englandi, barokkleikhús, nýklassisma í Frakklandi og vöxt þjóðleikhúsa í Evrópu á nítjándu öld. Lögð er áhersla á að skoða stöðu leiklistar í samfélaginu og hlutverk hennar í menningarlegu samhengi.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu þáttum í sögu leiklistar á vesturlöndum fram til upphafs tuttugustu aldar,
    • breytilegu hlutverki og fjölbreyttri stöðu leiklistar á mismunandi tímum,
    • áhrifum breytinga í samfélagi, stjórnafari og menningu á leiklist,
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í umfjöllun um leiklistarsögu.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Nota viðurkenndar heimildir til að mynda sér rökstudda skoðun,
    • afla sér fjölbreyttra heimilda um viðfangsefnið,
    • nýta fræðilegt efni jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum,
    • beita gagnrýninni hugsun í umræðum og umfjöllun um leiklistarsögu,
    • taka þátt í umræðum um sögu leiklistar og sviðslistir í eigin samfélagi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Mynda sér skoðun á ólíkum straumum og stefnum í sviðslistum,
    • tjá skoðanir sínar á rökstuddan hátt í ræðu og riti,
    • beita gagnrýnni hugsun á markvissan hátt í umfjöllun um leiklistarsögu,
    • vinna fræðilegt verkefni byggt á sjálfstæðri heimildavinnu.
    Námsmat byggir á fjölbreyttum aðferðum við að vinna kynningarefni á niðurstöðum námsins í áfanganum s.s. með fyrirlestrum, greinargerðum, ferilmöppu, kynningarmyndböndum eða margmiðlunarefni. Matsaðferðir eru í formi jafningjamats, leiðsagnarmats og sjálfsmats.