Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1387274910.04

    Saga sviðslista - Sviðslist og framúrstefna
    SSVL2SF03
    1
    Saga sviðlista
    Sviðslist og framúrstefna
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Farið verður í þá strauma og stefnur innan sviðslista á tuttugustu öld sem telja má til framúrstefnu. Skoðað verður hvernig sviðslistamenn og –hópar hafa hafnað ríkjandi formum og aðferðum sviðslista og leitað nýrra leiða í list sinni, t.d. með uppbroti á sviðsrými, nýjum tjáningaraðferðum leikarans og breyttu aðferðum við sköpun sviðsverka. Byrjað verður á umfjöllun um framúrstefnu við upphaf tuttugustu aldar, s.s. hjá fútúristum, dadaistum og konstrúktivistum. Þá verður horft til tilraunaleikhúss á sjöunda og áttunda áratugnum, samruna leiklistar og myndlistar í gjörningum, ‘happenings’, og tilraunamennsku á sviði dansleikhúss. Kennsla fer fram í fyrirlestrum og samræðum og er áhersla lögð á skoðun framúrstefnu sem viðbragðs við ríkjandi hefðum og samfélagslegum straumum.
    SSVL1LG03
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Helstu straumum framúrstefnu í sviðslistum á tuttugustu öld,
    • áhrifum andófs gegn ríkjandi hefðu á tilkomu nýrra aðferða og forma í listsköpun,
    • áhrifum samfélags og menningar á framúrstefnu,
    • mikilvægi gagnrýninnar hugsunar í umfjöllun um sviðslistamenn, verk þeirra og sögulegt samhengi.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Njóta lista á margvíslegu formi,
    • nota viðurkenndar heimildir til að setja fram rökstudda skoðun,
    • nýta fræðilegt efni jafnt á íslensku sem erlendum tungumálum,
    • beita gagnrýninni hugsun í umfjöllun um strauma og stefnur í sviðslistum á tuttugustu öld,
    • taka þátt í umræðum um sviðslistir í eigin samfélagi.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Mynda sér skoðun á ólíkum straumum og stefnum í sviðslistum,
    • tjá hugmyndir sínar og skoðanir á rökstuddan hátt í ræðu og riti,
    • beita gagnrýnni hugsun á markvissan hátt í umfjöllun um viðfangsefni áfangans,
    • vinna fræðilegt verkefni byggt á sjálfstæðri heimildavinnu.
    Námsmat byggir á fjölbreyttum aðferðum nemenda við að vinna kynningarefni um niðurstöður sínar í áfanganum s.s. með fyrirlestra, greinargerðir, ferilmöppu, kynningarmyndböndum eða margmiðlunarefni. Matsaðferðir eru í formi jafningjamats, leiðsagnarmats og sjálfsmats.