Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1387275655.01

    Hugmyndavinna
    HUGV1SH05
    1
    Hugmyndavinna
    Skapandi hugsun
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Tjáning er bundin við stað og hugsuð út frá rými (in situ) í formi gjörninga og innsetningarverka. Áhrif líkama, hlutar í rými, lýsingar og hljóðs og gagnvirkni alls þessa eru grundvallaratriði. Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir, þar sem nemendur vinna bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Fjallað er um ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegn um leik og tilraunir. Rík áhersla er lögð á mikilvægi ímyndunaraflsins í sköpunarferlinu og fjallað um ákveðnar aðferðir til að virkja ímyndunaraflið.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Hugtökunum hugkortum, hugstormi, spuna, þemavinnu (synektík),
    • þeim þáttum sem skipta máli varðandi andrúmsloft og rýmismyndun s.s. litum, formi, ljósi, hreyfingu og hljóði,
    • markvissum leiðum til að halda utan um hugmyndir sínar og úrvinnslu þeirra,
    • þýðingu fjölbreyttrar gagnasöfnunar við þróun hugmynda,
    • eigin persónulegu leiðum við hugmyndavinnu,
    • möguleikum rýmis, ljóss, hljóðs og hreyfingar við úrvinnslu og framkvæmd hugmynda,
    • samhenginu á milli hugmyndar, efnis, rýmis, tækni, aðferða og niðurstöðu,
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Vinna með ferlið; hugmynd – úrvinnsla – afurð,
    • beita opinni og leitandi hugsun við þróun hugmynda,
    • þróa hugmyndir í gegn um tilraunir og leik,
    • sjá skapandi möguleika í mistökum,
    • skýra hugmyndir sínar á munnlegan, skriflegan, leikrænan og myndrænan hátt,
    • beita margvíslegum aðferðum til að virkja ímyndunaraflið, bæði þekktum aðferðum annarra og sínum eigin,
    • koma auga á óvænt samhengi og gera það sýnilegt.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Þróa hugmyndir sínar á opinn og skapandi hátt,
    • kynna hugmyndir sínar á fjölbreyttan hátt,
    • sjá margvíslega möguleika í notkun rýmis, ljóss, hljóðs og hreyfingar við úrvinnslu og framkvæmd hugmynda,
    • beita sjálfstæði, frumkvæði og hugmyndaauðgi í vinnubrögðum við framsetningu eigin hugmynda,
    • vinna hugmyndavinnu í hóp og sýna þar áræðni og bera virðingu fyrir öðrum,