Í áfanganum er fjallað um aðferðir til að efla skapandi hugsun, leikni í þróun hugmynda og hæfni til að koma þeim á framfæri. Tjáning er bundin við stað og hugsuð út frá rými (in situ) í formi gjörninga og innsetningarverka. Áhrif líkama, hlutar í rými, lýsingar og hljóðs og gagnvirkni alls þessa eru grundvallaratriði. Lögð er áhersla á að skoða margvíslegar útfærsluleiðir, þar sem nemendur vinna bæði sjálfstætt og í samvinnu við aðra. Fjallað er um ýmsar aðferðir við að skrásetja hugmyndir og þróa þær í gegn um leik og tilraunir. Rík áhersla er lögð á mikilvægi ímyndunaraflsins í sköpunarferlinu og fjallað um ákveðnar aðferðir til að virkja ímyndunaraflið.