Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1387275877.02

    Tækni og tól - Fjölmiðlun og kynningarefni
    TOGT1FK05
    1
    Tækni og tól
    Fjölmiðlun og kynningarefni
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er unnið að fjölmiðlun og vinnslu kynningarefnis í tengslum við menningar-viðburði sem og vinnslu á listrænu efni sem hluta af sviðsmynd. Lögð er áhersla á að efla skilning og grunnþekkingu nemenda á tækjum sem tengjast ljósmyndun og myndbandsgerð. Fjallað er um grunnatriði lýsingar og hljóðvinnslu í tengslum við kynningarefni sem og ýmis sérhæfð forrit sem notuð eru við eftirvinnslu. Nemendur fá þjálfun í meðferð þeirra tækja sem þeir eiga og nota og læra að umgangast þau af þekkingu og virðingu.
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • Þeim möguleikum sem felast í notkun kvikmynda -og ljósmyndatækni í tengslum við kynningarefni og fjölmiðlun og sem hluta af sviðsmyndum,
    • þeim tækjum sem hann á sjálfur og vill nota til að geta skilað af sér vel unnu fjölmiðlaefni í formi myndbanda, ljósmynda eða hljóðs,
    • hlutverki lýsingar og hljóðs í vinnslu fjölmiðlunarefnis,
    • verkefnastjórnun í tengslum við framleiðslu fjölmiðlaefnis.
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • Beita skapandi hugsun við skipulagningu kynningar -og fjölmiðlaefnis,
    • taka birtingahæfar ljósmyndir og myndbönd,
    • vinna fjölmiðlaefni fyrir ólíka miðla s.s. sjónvarp, útvarp, vef og ýmis smátæki,
    • umgangast þau tæki sem hann á og notar með virðingu, viðhalda þeim og vera öðrum fyrirmynd í notkun tækjanna,
    • vinna eftirvinnslu í sinni eigin tölvu og á þeim hugbúnaði sem hann sjálfur vill nota,
    • vinna á sjálfstæðan og skipulagðan hátt í samstarfi við aðra.
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • Taka virkan þátt í vinnslu kynningar og fjölmiðlaefnis í tengslum við menningarviðburði,
    • koma að vinnslu listrænna myndbanda og annars myndefnis sem hluta af sviðslistaverkum,
    • sækja sér frekari þekkingu og reynslu á því sviði sem hugur hans/hennar stendur til innan fjölmiðlunar,
    • beita lausnarhugsun í samvinnu við aðra,
    • njóta afraksturs vinnu sinnar í formi vel heppnaðs fjölmiðlunarefnis.
    Námsmat byggir á þeim verkum sem nemandi vinnur sem einstaklingur og í hóp. Nemandi vinnur kynningarmyndbönd eða margmiðlunarefni sem einstaklingur og í hóp og er afraksturinn metinn af kennara og af hópnum. Matsaðferðir eru í formi jafningjamats, leiðsagnarmats og sjálfsmats.