Í fyrri hluta annarinnar vinna nemendur að valfrjálsu verkefni sem tengist líffæra- og lífeðlisfræði. Nemendur velja sér viðfangsefni sjálf og verkefnið er unnið út frá ákveðnum skilyrðum. Nemendur kynna verkefnið í síðustu viku fyrir miðönn. Í seinni hluta annarinnar eru eftirfarandi viðfangsefni tekin fyrir:
Orkukerfi líkamans (ATP-PCr, oxunarkerfið og sykurrofskerfið)
Áhrif umhverfisins á líkamann við þjálfun (þjálfun í hita, kulda og í hæð)
Hormónastarfsemi kvenna á meðgöngu og við fæðingu
Hjartað
Beinagrindarvöðvar
A.m.k. 10 einingar í líffæra og lífeðlisfræði á 2. þrepi
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
hver orkukerfi líkamans eru, hvernig þau virka og hversu mikið þau afkasta
hvaða áhrif þjálfun í mismunandi umhverfi hefur á líkamsstarfsemina
hvaða hormón tengjast meðgöngu og fæðingu og hvað hvert hormón gerir í líkamanum á þessu tímabili
uppbyggingu og hlutverki hjartans og hvernig það starfar annars vegar í hvíld og hins vegar við álag
byggingu beinagrindarvöðva, hvernig þeir dragast saman og hvernig þeir stækka við langvarandi álag
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meta hversu mikið hvert orkukerfi er í virkni við mismunandi álag og mismuandi tímalengdir
tengja líkamlegar breytingar kvenna á meðgönu og við fæðingu við hormón
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
finna heimildir um viðfangsefnið á ensku
lesa og skilja heimildir um viðfangsefnið á ensku
meta gæði heimilda um viðfangsefnið
útskýra fyrir öðrum viðfangsefnið
taka þátt í umræðu um viðfangsefnið á uppbyggilegan hátt
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.