Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1393428309.08

    Lögfræði, framhaldsáfangi
    LÖGF3LF05
    1
    lögfræði
    Lögfræði, framhaldsáfangi
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Í áfanganum sem er framhaldsáfangi í lögfræði munu nemendur læra að beita aðferðafræði lögfræðinnar á hagnýtan hátt og þjálfast í lögskýringum og túlkunum laga út frá fjölbreyttum réttarheimildum. Sérstök umfjöllunarefni áfangans eru eignaréttur, samningaréttur, kauparéttur, kröfuréttur, félagaréttur, barnaréttur, sifja- og erfðaréttur auk þess sem reglum íslensks réttarfars verða gerð greinargóð skil, bæði reglum einkamálaréttarfars og opinbers réttarfars. Farið er yfir lögfræðilega túlkun og skýringar á völdum lögum og reglugerðum auk þess sem sérstök áhersla verður lögð á dóma Hæstaréttar á völdum réttarsviðum og fordæmisgildi þeirra. Í áfanganum er gert ráð fyrir vettvangsferð í Héraðsdóm Reykjavíkur og heimsóknum frá lögfróðum aðilum. Markmið áfangans er að veita nemendum greinargóða þjálfun í lögskýringum og beitingu laga auk þess hagnýta gildis að þjálfa nemendur við gerð ýmissa löggerninga, s.s. samninga, stofnun félaga, dómstefnur og erfðaskrár. Áfanginn er undirbúningur fyrir lögfræðinám. Kennsluhættir í áfanganum verða í formi fyrirlestra, verkefnavinnu, úrlausn raunhæfra verkefna og túlkunar á dómum.
    LÖGF2LÖ05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þeim lögum og réttarreglum sem gilda á þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
    • helstu hugtökum lögfræðinnar á þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
    • helstu kenningum og sjónarmiðum við lögskýringar og túlkun laga
    • hlutverki og aðferðafræði dómstóla við að leysa úr lögfræðilegum álitaefnum
    • helstu atriðum málareksturs einkamála og sakamála fyrir íslenskum dómstólum
    • helstu tegundum samninga og þeim réttindum og skyldum sem í þeim felast
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • greina lögfræðileg álitaefni á þeim réttarsviðum sem til umfjöllunar eru
    • leita og afla sér upplýsinga í dómasafni héraðsdóma og Hæstaréttar
    • leita og afla sér upplýsinga í þeim lögskýringargögnum sem aðgengileg eru á internetinu
    • beita aðferðarfræði lögfræðinnar við að slá réttarreglum föstum
    • skrifa lögfræðilegan texta sem styðst við rökstuðning réttarreglna
    • undirbúa lögbindandi samninga og aðra löggerninga á hinum ýmsu réttarsviðum
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • túlka og skýra fjölbreyttar réttarheimildir að því marki að slá réttarreglum föstum
    • standa að gerð samninga og annarra lögbindandi löggerninga á hinum ýmsu réttarsviðum
    • túlka og meta samninga og aðra löggerninga á hinum ýmsu réttarsviðum
    • greina réttarstöðu aðila samkvæmt íslenskum rétti á ólíkum réttarsviðum
    • semja dómstefnur og stjórnsýslukærur í samræmi við lög og reglur
    • leysa úr lögfræðilegum álitaefnum og komast að lögfræðilegri niðurstöðu
    • taka virkan þátt í gagnrýninni umræðu um löggjöf og dóma í íslenskum rétti.
    Námsmat áfangans byggist á verkefnavinnu, ástundun, mætingu og lokaprófi.