Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1393595362.69

    Atvinnuþáttaka og þroski
    ATFR1VV06(AV)
    2
    Atvinnufræði
    vinnubrögð, vinnustaðanám
    Samþykkt af skóla
    1
    6
    AV
    Í áfanganum fær nemandinn almenna reynslu á a.m.k. einum vinnustað og tækifæri til að tileinka sér æskileg vinnubrögð og viðhorf til framtíðar. Nemandinn fær kynningu á vinnustaðnum og þeim vinnubrögðum sem ætlast er til að hann tileinki sér. Nemandinn fær leiðsögn frá leiðbeinanda (starfsfóstra) og í kjölfarið er hægt að fela nemandanum ákveðna verkþætti og hægt að ætlast til að hann leysi ákveðin verk úr hendi á eigin ábyrgð.
    ATFR1VK05
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • vinnustaðnum og stjórnendum hans og vita hvert á að leita með álitamál eða til að fá aðstoð og leiðbeiningar
    • starfsskyldum sínum s.s. þagnarskyldu, reglum um mætingar, forföll frá vinnu, hlífðar- og öryggisatriði sem vinnan kallar á
    • þekkja starfsskyldur svo sem þagnarskyldu, reglur um mætingar, forföll frá vinnu, hlífðar- og öryggisatriði sem vinnan kallar á.
    • helstu hugtökum, viðfangsefnum og orðfæri vinnumarkaðarins
    • grunngildum og siðferði sem ríkir á vinnumarkaði
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • ræða um aðalatriði í starfsemi og fyrirkomulagi vinnustaðarins
    • setja fram vinnuskýrslur eða önnur einföld gögn um vinnu sína á hverjum degi
    • nota viðurkennd vinnubrögð við ákveðin störf og sinna almennum (einföldum) verkum án stöðugrar leiðsagnar
    • taka leiðbeiningum um vinnubrögð og eiga greið samskipti við samstarfsfólk og stjórnendur
    • skipuleggja tíma sinn á raunhæfan hátt, hvort sem er gagnvart skóla, vinnu eða daglegu lífi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja hlutverk sitt við ákveðin störf og nota orðaforða og hugtök sem starfinu fylgja
    • auðga og þroska samskiptahæfni sína, bæði í persónulegum samskiptum og við formlegri aðstæður
    • bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum og setja sig í spor annarra
    • taka þátt í lýðræðislegri samræðu og samstarfi
    • verða betur meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt, styrkleika og veikleika
    Lögð er áhersla á fjölbreytt námsmat með leiðsögn. Námsmatið er í höndum kennara viðkomandi áfanga en þarf að fylgja þeim reglum sem kveðið er á um í skólanámskrá VMA.