Ég, sjálfið og samfélagið - Heilbrigði og siðfræði
ÉGSS1HS05
None
sjálfið og samfélagið, Ég
Heilbrigði og siðfræði
í vinnslu
1
5
Áfanginn byggist á sex stoðum menntunar eins og þær koma fram í Aðalnámskrá framhaldsskóla þ.e. læsi í víðum skilningi, menntun til sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og skapandi starf. Nemendur afla sér þekkingar tengt sjálfinu, nærumhverfinu og samfélaginu í heild. Vinna með eigin styrkleikar og famtíðarmöguleika. Fjallað verður um val nemanda varðandi lífsstíl s.s. mataræði og hreyfingu, áhugamál, menntun og starfsvettvang. Fjallað verður um siðfræðileg álitamál og þátttöku í lýðræðislegu samfélagi, samfélagsréttindi og skyldur, virðingu, manngildi og gagnrýna hugsun.
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
á þeim kröfum sem gerðar eru í námi í framhaldskóla
á þýðingu þess að lifa í samfélagi við aðra
til að verða betur meðvitaður um sjálfan sig, áhugasvið sitt og styrkleika
á framtíðarmöguleikum sínum
mikilvægi markmiðasetningar og leiðum að settum markmiðum
á gagnsemi sjálfboðastarfa fyrir samfélagið
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
tjá sig í töluðu og rituðu máli
setja sig í spor annarra, sýna umburðarlyndi og samhygð
beita gagnrýnni hugsun og spyrja sjálfan sig og aðra spurninga
bera virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
stunda árangursríkt nám á framhaldskólastigi og taka ábyrgð á eigin námi
auka færni sína í mannlegum samskiptum
bæta eigin vinnubrögð og samstarf við aðra
taka ábyrgð á eigin lífi og vera meðvitaðri um að daglegar ákvarðanir og breytni hafa áhrif til framtíðar
lifa í þjóðfélagi sem er í sífelldri þróun
Verkefni frá kennara - vinnumappa 30%
Mæting og virkni 30%
Frammistaða og framfarir 20%
Lokaverkefni 20%