Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1399288552.25

    Enska, Lestur, menning og skrif
    ENSK2SL05
    14
    enska
    Lestur, menning og skrif
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn miðar að því að nemendur verði læsir á flóknari texta en áður og að þeir þjálfist í að tileinka sér grunnorðaforða ýmissa fræðigreina. Nemendur skulu getað tjáð hugsun sína varðandi ólík efni í ræðu og riti og beita rökum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum. Nemendur eflist í menningarvitund og kynnist ýmsum þáttum sem snerta menningu enskumælandi landa, sérstaklega Bretlands og Bandaríkjanna, þar sem fjallað verður bæði um venjur og siði sem eru ólíkir því sem gerist á Íslandi. Undirstöðuatriði enskrar málfræði verða styrkt, sérstaklega þau atriði sem reynast íslenskum nemendum erfið, lesin verða bæði klassísk og ný bókmenntaverk ásamt lestri, hlustun og áhorfi á fjölbreytt fréttatengt efni af neti.
    Áfangi á 1. þrepi eða grunnskólapróf
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál í samanburði við Ísland og íslenska menningu
    • ólíkum viðhorfum og gildum og hvernig þau móta menninguna í þeim löndum þar sem tungumálið er notað
    • þverfaglegum orðaforða til markvissrar notkunar í námi á háskólastigi
    • helstu málfræðiatriðum í enskri tungu
    • rithefðum sem við eiga í textasmíð, m.a. um inngang með efnisyrðingu, meginmál með vel afmörkuðum efnisgreinum og niðurlag
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta
    • röksemdafærslu eigin skoðana miðað við efni sem farið hefur verið í í tímum
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreyttar gerðir texta, bæði fræðilega og bókmenntalega
    • beita þeim lestraraðferðum sem við eiga eftir gerð texta eða viðfangsefnis
    • greina og skilja málfarsmun á mismunandi málsvæðum, sérstaklega Bretlands og Bandaríkjanna
    • tjá sig með skýrum hætti í ræðu eða riti um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • rita mismunandi gerðir texta, formlega og/eða óformlega
    • beita viðeigandi hjálpargögnum við lestur og ritun ýmissa texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
    • tileinka sér efni/inntak margvíslegra texta og geta hagnýtt sér á mismunandi hátt
    • taka þátt í skoðanaskiptum, færa rök fyrir máli sínu og svara mótbárum og gagnrökum á viðeigandi hátt
    • tjá sig skýrt, lipurlega og blaðalaust fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa formlegan og óformlegan texta og beita rithefðum sem við eiga í textasmíð
    • nýta nýjan orðaforða í ræðu og riti
    Í áfanganum er leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.