Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1399288903.49

    Enska, Menning, tjáning, lestur
    ENSK2LM05
    15
    enska
    lestur og menning, tjáning
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Áfanginn miðar að því að nemendur verði læsir á flóknari texta en áður og að þeir þjálfist í að tileinka sér aukinn orðaforða. Nemendur skulu getað tjáð hugsun sína varðandi ólík efni í ræðu og riti og beita rökum. Áhersla er lögð á að nemendur þjálfi sjálfstæð vinnubrögð og tileinki sér árangursríka námstækni þar sem þeir nýta þau hjálpargögn sem aðgengileg eru með forritum, á vef eða í bókum. Nemendur vinna viðameiri verkefni sem lúta að mismunandi menningu og siðum í löndum þar sem enska er töluð sem móðurmál eða ríkismál og bera saman við Ísland og íslenska menningu. Áfram verður unnið með undirstöðuatriði enskrar málfræði og málnotkunar, unnið verður með ýmiskonar efni frá mismunandi menningarheimum og með fréttatengt efni sem snertir málefni líðandi stundar.
    Grunnskólapróf eða áfangi á 1. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • helstu menningarsvæðum þar sem tungumálið er notað sem móðurmál eða fyrsta mál í samanburði við Ísland og íslenska menningu
    • orðaforða í tengslum við efni áfangans
    • helstu málfræðiatriðum í enskri tungu
    • mismunandi afstöðu og túlkun bókmenntahöfunda og dýpri merkingu texta
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa fjölbreyttar gerðir texta í formi bókmennta, texta almenns eðlis og aðra texta sem tengjast efni áfangans
    • tjá sig með skýrum hætti í ræðu eða riti um málefni sem hann hefur kynnt sér
    • beita viðeigandi hjálpargögnum við lestur og ritun ýmissa texta
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • skilja daglegt mál, svo sem samræður og fjölmiðlaefni, hvort sem hann þekkir umræðuefnið eða ekki
    • tileinka sér efni/inntak margvíslegra texta og geta hagnýtt sér þá á mismunandi hátt
    • tjá sig skýrt og lipurlega fyrir áheyrendum um sérvalið efni sem hann hefur kynnt sér
    • skrifa læsilegan texta um sérvalið efni frá eigin brjósti þar sem hugmyndaflug getur fengið að njóta sín
    • hagnýta þann orðaforða sem áfanginn byggir á í ræðu og riti
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.