Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1399471440.64

    Tölvuleikir og leikjatölvur, saga, þróun og fræði
    TÖLE2SF05
    1
    Tölvuleikir, leikjatölvur
    saga, þróun og fræði
    Samþykkt af skóla
    2
    5
    Í áfanganum verður fjallað um tölvuleiki í víðu samhengi og skoðað hvernig tölvuleikir tengjast hinum ýmsum greinum. Markmiðið er að gefa nemendum dýpri innsýn í tölvuleiki, þróun þeirra og hlutverk í nútímasamfélagi sem áhugamál, iðnaður og listgrein. Byrjað verður á að fara yfir sögu tölvuleikja og leikjatölva til að gefa nemendur yfirsýn yfir efnið. Í framhaldinu verða fræðin á bakvið leikina skoðuð og uppbygging þeirra. Í lok áfangans fá nemendur tækifæri til að nýta þekkingu sína til að þróa sína eigin leikjahugmynd og kynna hana fyrir öðrum.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun og sögu tölvuleikja og leikjatölva
    • möguleikum og takmarkunum tölvutækninnar
    • uppbyggingu tölvuleikja og áhrif þeirra í samfélagslegu samhengi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • tengja tölvuleiki við ólík fræðisvið
    • virkja hugmyndaflugið á gagnlegan hátt
    • að þróa og kynna hugmyndir í samstarfi við aðra
    • líta á tölvuleiki frá mismunandi sjónarhornum og í víðu samhengi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • tileinka sér efni/inntak margvíslegra texta og geta hagnýtt sér á mismunandi hátt
    • hugsa lausnamiðað
    • skipuleggja starf í hópi þannig að kraftar hvers og eins nýtist og allir séu sáttir við sinn hlut
    • kynna eigin vinnu þannig að höfði til markhóps
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.