Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400151610.88

    ABC Skólahjálp
    SMFÉ2SH03
    1
    samfélagsfræði
    ABC, skólahjálp
    Samþykkt af skóla
    2
    3
    Nemendur ákveða skóla sem þau vilja aðstoða, nemendur vinna að söfnun fyrir viðfangsefninu í samráði við kennara, nemendur vinna í hópum, þau kynna sér aðbúnað skólans sem skal aðstoða. Viðburður/söfnun verður á ábyrgð nemenda, þau stofna reikning í þar til gerðri stofnun. Nemendur kjósa sín á milli nefnd sem hefur yfirumsjón um fjárreiður hópsins.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • því hvernig hópvinna er skipulögð
    • því hvernig skal undirbúa viðburð/söfnun
    • lífskjörum annarsstaðar
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • vinna saman
    • skipuleggja viðburð
    • kynnast öðrum menningarheimi
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • miðla upplýsingum um kjör nemenda annarsstaðar
    • skipuleggja og standa fyrir söfnun
    • kynnast öðrum menningarheimum
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.