Í áfanganum er farið á aðgengilegan hátt yfir helstu hugtök í hagfræði, hvernig þau eru notuð og jafnframt komið inn á sögulegt samhengi hagfræðikenninga.
Nemendum er gert kleift að átta sig á virkni hagkerfa og öðlast skilning á þeim hugtökum sem heyrast daglega í þjóðmálaumræðunni. sem er nauðsynleg forsenda allra ákvarðana um fjárfestingar, stórar eða smáar, að þeir geri sér grein fyrir þeim kröftum sem eru að verki í hagkerfinu og hafa áhrif á efnahag og aðstæður okkar allra
Sjálfræði og fjárræði við 18 ára aldur gerir kröfu til aukinnar ábyrgðar ungs fólks á eigin fjármálum. Lögráða einstaklingar þurfa að læra að verða virkir þátttakendur í þjóðfélagi með gagnvirkri samfélagslegri ábyrgð og hafi skilning, öryggi og yfirvegun til að takast á við algeng fjármálatengd viðfangsefni sem þeir þurfa að fást við í samfélaginu.
Lögð er áhersla á sjálfstæð vinnubrögð og að nemendur taki ábyrgð á því að skipuleggja vinnu sína og læri að nýta sér þau hjálpartæki sem í boði eru.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
útgjöldum sínum til að átta sig á almennri eyðslu
gildum sínum og mikilvægi markmiðasetningar í fjármálum
hugtökum sem tengjast fjármálalæsi og hagfræði
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
finna leiðir til að öðlast yfirsýn á útgjöldum og tekjum
setja sér markmið í eigin fjármálum
nota hugtök sem tengjast fjármálalæsi og hagfræði
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
skipuleggja fjármál sín á hagkvæman hátt
finna hvaða gildi eru mikilvæg og hvernig best er að lifa eftir þeim
taka þátt í umræðum um málefni tengd efninu
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.