Meginmarkmið áfangans er að auka grundvallarfærni nemenda í tungumálinu og lögð sérstök áhersla á lestur, hlustun og skilning. Einnig verður mikil áhersla lögð á námstækni og að nemendur tileinki sér að notast við orðabækur, sér í lagi stafrænar.
Unnið er að því að rfja upp og byggja ofan á þá kunnáttu og færni sem nemendur hafa þegar og unnið að því að byggja upp orðaforða tengdan áhugamálum og hugsanlegum framtíðar-starfsvettvangi.
Námsefni verður útbúið með það í huga að það styrki nemendur og hvetji til sjálfstæðra vinnubragða.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
algengum orðum og orðasamböndum í töluðu og rituðu máli
mannlífi, menningu og siðum í löndum þar sem enska er talað sem móðurmál/fyrsta mál og þekkja samskiptavenjur
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
skilja talað mál um kunnugleg efni þegar talað er skýrt og áheyrilega
lesa ýmiss konar texta á eigin áhugasviði eða texta um kunnugleg efni
skrifa samfelldan texta um efni sem hann þekkir eða hefur áhuga á
nota upplýsingatækni og hjálpargögn í tungumálanámi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
fylgjast með frásögnum og erindum og ná aðalatriðum úr fjöl- og myndmiðlum ef efnið er kunnuglegt.
tileinka sér aðalatriðin í stuttum tímarits- eða blaðagreinum og geta dregið ályktanir af því sem hann les
lesa sér til ánægju og þroska skáldskap af hæfilegu þyngdarstigi og tjá skoðun sína
miðla eigin þekkingu, skoðunum og tilfinningum sem og persónulegri reynslu, vonum og væntingum
skrifa um atburði, ímyndaða og raunverulega
skrifa um hugðarefni sín og áhugamál
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.