Í áfanganum er lögð áhersla á að þjálfa nemendur í lestri fjölbreyttra texta og umfjöllun um þá, bæði munnlega og skriflega. Rifjuð eru upp undirstöðuatriði í málfræði og stafsetningu.
Í þessum áfanga er lögð áhersla á þjálfun í lestri og ritun texta. Nemendur fá þjálfun í hraðlestri og lesskilningi og lesa skáldsögu samhliða því. Einnig verður lögð áhersla á tjáningu og að koma efni skýrt frá sér í ræðu og riti.
Engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
helstu hugtökum í ritgerðasmíð
málfræðihugtökum og stafsetningarreglum sem nýtast í tal- og ritmáli
uppsetningu og frágangi ritsmíða
rafrænum orðabókum og réttritunarforritum
mismunandi orðaforða eftir aðstæðum
mikilvægi lestrar og helstu aðferðir við að tileinka sér hraðlestur
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
rita mismunandi tegundir texta í samfelldu máli á skýran og skipulegan hátt
nýta málfræðihugtök til þess að efla eigin málfærni
nota leiðréttingarforrit og önnur hjálpargögn við stafsetningu
auka orðaforða og málskilning
lesa mismunandi texta sér til gagns
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
semja stutta texta af ýmsu tagi með viðeigandi málsniði
skrifa réttan texta
tjá sig munnlega og skriflega á góðu máli
túlka og meta atburðarás, persónur og innihald í bókmenntum og öðrum texta
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.