Í áfanganum er lögð áhersla á skapandi skrif og íslenskar bókmenntir eru í brennidepli. Nemendur kynnast helstu rithöfundum Íslands og verkum þeirra m.a. með ýmiskonar verkefnavinnu, bæði skriflegri og munnlegri, einnig verður lögð sérstök árhersla á heimalestur. Unnið verður markvisst að þjálfun í ljóðagerð og skrifum á örsögum og ýmiskonar lýsingum viðburða og persóna.
engar
Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
nokkrum helstu rithöfundum Íslands og verkum þeirra
mikilvægi lestrar
mikilvægi þess að geta tjáð sig skýrt, jafnt munnlega sem skriflega
ritun mismunandi texta
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
meðferð máls með auknum orðaforða og málskilningi
lesa mismunandi texta sér til gagns
lesa sér til dægrastyttingar
tjá tilfinningar sínar og skoðanir í texta
rita mismunandi texta við sitt hæfi
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
tjá tilfinningar sínar skipulega í texta ...sem er metið með... ljóðum og öðrum skrifum nemenda
lesa sér til dægrastyttingar
þekkja til helstu rithöfunda Íslands og verka þeirra
koma skoðunum sínum á framfæri í ræðu og riti ...sem er metið með... frammistöðu í samræðum og verkefnavinnu
rita einfalda texta og sögur ...sem er metið með... skriflegum verkefnum
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.