Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400175522.87

    Markaðsfræði lokaverkefni
    MARK3ML05
    2
    markaðsfræði
    Markaðsfræði lokaverkefni
    Samþykkt af skóla
    3
    5
    Áfanginn miðar að því að nýta grundvallarhugtök sem tengjast markaðsfræði, hugmyndafræði hennar og verkfæri til að markaðssetja vörur og þjónustu. Markmiðið er að nemendur nýti hugmyndafræði markaðsfræði með tilliti til eigin hugmynda og verkefna. Nemendur þurfa að geta tengt saman hugmyndafræði markaðsfræðinnar og aðferðafræði við markaðssetningu eigni hugmyndar eða verkefnis og nýtt við við sölu, verðlagningu, vöruþróun og kynningu á eigin viðskiptahugmynd. Ætlunin er að nemendur vinni út frá eigin viðskiptahugmynd og hann tileinki sér gagnrýna og skapandi lausnarhugsun og öðlist með því færni í að miðla eigin hugmyndum og skoðunum.
    A.m.k. 5 einingar í markaðsfræði á 2. þrepi
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • tilgangi og hugmyndafræði markaðsfræðinnar og hvernig má nýta þær við þær við eigið verkefni
    • nýtingu helstu þátta almenns markaðsstarfs
    • nýtingu helstu hugtaka og hugmynda varðandi vöru og vöruþróun
    • þekki til helstu samkeppnisforma og nýtingu mikilvægustu atriða samkeppnisgreiningar
    • nýtingu mismunandi greiningartækja og vinnubragða við áætlanagerð
    • gerð markaðsáætlana
    • gerð viðskiptaáætlana
    • nýtingu helstu markaðsmiðla í nær-og fjarsamfélagi
    • mikilvægi á góðri skipulagningu og skrásetningu við framkvæmd verkefna
    • sjálfum sér, hugsun og verklagi
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • virkja hugmyndaflugið
    • nýta sér hugmyndafræði og aðferðafræði markaðsfræðinnar við markaðssetningu á eign verkum og hugmyndum
    • stunda markvissa skýrslugerð
    • kynna eignin hugmyndir og verkefni
    • tjá sig um eigin verk og annarra fyrir framan samnemendur
    • starfa í hóp sem meðal annars felur í sér samvinnu, virðingu, jákvæð samskipti, stjórnun, ábyrgð og ákvarðanatöku
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • gera viðskiptaáætlun fyrir eigin hugmynd
    • gera markaðsáætlun sem henti eigin hugmynd
    • gera kynningaráætlun fyrir eigin hugmynd
    • tileinka sér skapandi lausnarhugsun sem hægt er að flytja yfir og nýta bæði í leik og starfi
    • öðlist aukna trú á sjálfan sig í skapandi vinnu og þori að stíga út fyrir þægindarammann og vinna með eigin hugmyndir á sjálfstæðan og persónulegan hátt
    Í áfanganum vinna nemendur að viðskiptaáætlun fyrir eigin viðskiptahugmynd. Nemendur skila reglulega áfangaskýrslum sem metnar eru hverju sinni. Lokaskýrslan er svo metin.