Það kom upp villa senda inn  Áfangi

    Áfangi Nánari upplýsingar


    Búið til: 1400175740.07

    Grunnáfangi í sjávarútvegsfræði
    SJÁV1GS05
    1
    Sjávarútvegsfræði
    Grunnáfangi í sjávarútvegsfræði
    Samþykkt af skóla
    1
    5
    Í áfanganum er lögð áhersla á að nemendur kynnist helstu þáttum er varða sjávarútveg. Viðfangsefnin verða fjölbreytt og má nefna sögu sjávarútvegs á Íslandi, lagaumhverfi, verðmætasköpun, tæknilegar nýjungar, skipaflotann, veiðarfæri, helstu stofnanir er tengjast sjávarútvegi og nýtingu sjávarafurða. Áfanganum er ætlað vekja nemendur til umhugsunar um sjávarútveg og gildi hans fyrir íslensku þjóðina. Áfanginn er undirbúningur fyrir frekara nám í sjávarútvegsfræði.
    Engar
    Nemandi skal hafa öðlast þekkingu og skilning á:
    • þróun sjávarútvegs á Íslandi
    • helstu þáttum er varða sjávarútveg
    • mikilvægi sjávarútvegs fyrir íslensku þjóðina
    Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
    • lesa og skilja umfjöllun um helstu viðfangsefni áfangans
    • tjá kunnáttu sína bæði munnlega og skriflega
    Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
    • geta tekið þátt í umræðum um viðfangsefni áfanganas og myndað sér skoðanir sem byggjast á gagnrýnni hugsun
    • átta sig á tengslum viðfangsefna áfangans við aðra þætti samfélagsins
    • tjá sig um einstaka efnisþætti
    • beita öguðum vinnubrögðum, taka ábyrgð á eigin námi og unnið sjálfstætt og í samvinnu við aðra
    Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.